Selskinna - 15.05.1948, Page 18
16
mannahöfn. 1 bréfabók sýslumanns 1850 er skrá yfir
bréf, er fara eigi við fyrsta tækifæri og þar á meðal er
nr. 14: „Gudmundsen guldsmedsvend“. Gæti þá verið
að Guðmundur hefði skrifað Þórami að koma, en ekkert
veit ég annars hvemig á þessu bréfi stendur. Þórarinn
er ekki talinn meðal burtvikinna 1850 né heldur inn-
kominna 1851, og er það ekki að marka, því að þær skrár
em ónákvæmar.
En svo byrjar ballið þegar Þórarinn kemur aftur, vor-
ið 1851. Hvenær hann hefir komið sést ekki með vissu,
en þó má fara mjög nærri um það, því að 10. marz
1851 er hann enn í Kaupmannahöfn og fær þar þá köll-
unarbréf, en 28. apríl era fyrstu klögunarbréfin yfir
honum skrifuð. Sýnist hann þá hafa verið búinn að
starfa nokkuð að trúboðinu og verðum vér því að gera
ráð fyrir að hann hafi fengið „köllunarbréfið“ rétt áður
en hann fór frá Höfn og hefir hann þá komið heim til
Eyja um mánaðarmótin marz-april 1851.
Þórarinn sýnist hafa tekið þegar til óspilltra málanna
að boða trúna þegar hann var kominn heim. Hann hafði
fengið köllunarbréf til prests í Kaupmannahöfn, eins og
vikið er að áður, 10. marz 1851. Þetta köllunarbréf hljóð-
ar þannig:
„Til enhver som det læser, Hilsen! Herved kund-
göres: At Thoraren Thorarensen er en værdig Brod-
er og Medlem af Jesu Kristi Kirke af sidste Dages hell-
ige, og er bleven ordineret til Præst under vore Hænder
Dag og Datum, med det forsamlede Præsteskabs Stemme
og efter den Hellig Aands Vilje i os, og authoriseres til
at prædike Omvendelse og Synds Forladelse í Navnet