Selskinna - 15.05.1948, Side 20
18
„Frá Kaupmannahöfn komu nýlega tveir menn, sem
hér eiga heima, smiðir að atvinnu, sem skömmu fyrir
brottför sína höfðu tekið Mormónatrú og verið skírðir.
Annar þeirra, nfl. Jóhann Jóharmsson, hefir síðan flutzt
til Keflavíkur, og kvað vera þar í þjónustu kaupmanns- ,
ins Duus; en hann mun vera hættulaus fyrir félagið af
því, að hann er hneigður til margskonar óreglu.1) Hinn
aftur á móti, Þórarinn Hafliðason,2) h.u.b. 26. ára gam-
all, er duglegur við vinnu, hófsamur, hæglátur og mjög
trúhneigður. Þegar hann var orðinn sveinn kom hann
hingað, vorið 1849, trúlofaðist 19 ára gamalli stúlku,
kvæntist henni í fyrrasumar og fór því næst til Kaup-
mannahafnar og kom aftur með köllunarbréf, og er ná-
kvæmt eftirrit af því sent hér með.3) Ég fékk einnig
eitt eintak af trúargreinum nokkrum, er ég geymdi prest-
inum til yfirlesturs og frekari umsagnar. — Hann (Þór-
arinn) hefir nú átt þeirri sorg að mæta, að hvorki kona
hans né tengdamóðir vilja taka sinnaskipti og láta end-
urskíra sig, en á hinn bóginn er sagt, að hann sé búinn
að ná 4—5 manns í lið með sér. Þegar ég var búinn að
------------ %
1) Jóhann þessi Jóhannsson er nefndur í sálnaregistri títskála-
prestakalls 1851 á heimili Duus kaupmanns: „Jóhann Jóhannsson,
snikkari" og i ministerialbók s. st. meðal innkominna 1851: „Jó-
hann Jóhannsson, snikkari frá Kaupmannahöfn að Keflavík", aths.:
„af mormónatrúarflokki". Meðal burtvikinna 1852 er hann talinn
með aths.: „ekki attest“, og ekki getið hvert hann fór þá, en síra
Brynjólfur Jónsson í Vestmannaeyjum segir í fréttagrein um Mor-
mónana 21. júlí 1857 (Þjóðólfur, nr. 32—33, bls. 132—133, 1857),
að Jóhann hafi farið „til Hafnar" um likt leyti og Þór. Hafl. dó,
eða 1852 og sé „hans síðan að litlu getið“, og er hann nú úr sög-
unni í bráð.
2) Nafnið vantar í bréfabókinni.
3) Köllunarbréf það, sem áður er nefnt.
L