Selskinna - 15.05.1948, Síða 24
22
sér og geyma spurningar sínar og svör hans, en ekki
hefi ég fundiS þau skjöl og munu vera glötuð.1)
Þetta hréf skrifaði séra Jón vegna þess að hann „hafði
læst“ bréfunum fyrri2) þegar þetta bar við. Hefir annað-
hvort verið, að sendimaðurinn hefir tafizt þegar til kom,
og þetta því komizt ásamt hinum bréfunum, eða, sem
liklegra er, sent síðar, því að biskup sveigir ekkert að
því í svari sínu.
Þama vora þeir þá báðir komnir í mát með Þórarin,
sýslumaður og prestur, og flýja á náðir háyfirvaldanna.
En þangað var nú ekki mikið að sækja nema falleg orð,
að svo komnu. Þeir svara báðir um hæl, án efa með
sendimanni síra Jóns, stiftamtmaður og biskup, og eru
bréfin bæði dags. 5. maí (1851).
Stiftamtmaður, Trampe greifi, segist hafa rætt málið
við biskup, og finni ekki ástæðu til þess „at træffe nogen
extraordinair Foranstaltning“. Segir þó sýslumanni að
vaka yfir því, að þessi maður fremji ekkert, er gagn-
stætt sé landslögum „og in casu nævnlig at han ikke
foretager sig nogen Handling, sem efter Landets Love
ene kan udföres af den dertil lovlig beskikkede Præst“.
Fremji hann eitthvað slíkt á að setja hann undir laga-
ákæru og dæma hann o. s. frv., og síðast býður hann
sýslumanni, að tilkyxma Þórami, hvað honum sé bann-
að í þessu efni.3) Hefði sýslumaður átt að geta sagt sér
þetta sjálfur.
Lítið eða ekkert meira var að græða á biskupsbréfinu.
1) Bréf bisk.
2) Þeim, sem rituð eru 28. apr.
3) Sýslubréf Vestmannaeyja.