Selskinna - 15.05.1948, Side 29
27
eyjum þetta ár og er talað um hann í bréfum þaðan eins
og heimamann þar. í fljótu bragði sýnist, sem hann
muni hafa haft þar aðal bækistöð sína, og er ekki hægt
að sjá alveg með vissu hvemig högum hans hefir verið
háttað þetta ár.
Til Vestmannaeyja hefir hann án efa komið vegna
þess, að hann vissi af Þórami þar, og hefir viljað styðja
hann í starfinu, enda kemst nú allt í uppnám út af þessu
í Eyjunum innan skamms. Höfum vér frá síðari hluta
maímán. og fyrra hluta júnímán. ýms skilríki, er sýna,
hve bilt mönnum hefir orðið við, svo að helzt leit út
eins og hrakspá Abels sýslumanns, sú sem áður er get-
ið, ætlaði að rætast. Yfirlýsingum, undirskriftum og
bréfum rignir nú niður, og má af því ráða uppnámið.
Einna skýrust lýsing á því, sem fram fór, er í bréf-
um þeirra sýslumanns og sóknarprestsins eins og fyrri
daginn, en þeir rita yfirboðurum sínum um 3. júní
(1851) um þetta mál. Er bezt að láta þá sjálfa skýra
frá að mestu. Sýslumaður skrifar1) (á dönsku) meðal
annars: „Er leitt til þess að vita, að þessi kenning (ósið-
ur í bréfab.) hefir gripið um sig miklu fljótar en varði.
Þriðji maðurinn af þessum flokki, sem ég benti á í bréfi
mínu hinu fyrra, sem sé silfursmíða-sveinn Guðmund-
ur Guðmundsson, kom hingað þann 12. f. m. og þótt
hann ekki, sakir fátæktar, hefði með sér trúargreinar
sínar, þýddar á íslenzku — því að þá hefði ég gjört ráð-
staðanir til þess, að leggja hald á þær — hefir hann
starfað hér af kappi, og fengið góða áheyrn. — Afleið-
ingin er sú, að tómthúsmaður einn og kona hans voru
1) Amtsbréf og bréfabók Vestm.sýslu.