Selskinna - 15.05.1948, Qupperneq 35
33
verið von, að ýmsum brygði í brún, er þeir sáu að Loft-
ur snerist í lið með Mormónum, og þótt uggvænt um,
hver öruggur væri. En svo er að sjá, sem Loftur hafi
mjög snemma hneigzt að þessari trú, því að Guðmund-
ur hefir án efa hallað sér að í Þorlaugargerði strax er
hann kom þar til Eyja, og verið þar þennan tíma, sem
hann dvaldi í Eyjum að því sinni. Síra Jón segir um það
í nýnefndri skýrslu sinni 1853: „Hann (þ. e. Loftur)
tekur Gvend Mormóna . . . og heldur honum í sínum
húsum“. Að vísu sést ekki berlega hvenær þetta er, en
víst er um það, að uppþotið snýst þegar í upphafi gegn
Lofti meðal annars, eins og sést af afturköllunarbréfinu
og er þá ekkert sennilegra en að það hafi mest verið
út af því, að Guðmundur var til húsa hjá Lofti. Síra
Brynjólfur Jónsson segir beinlínis að Guðmundur hafi,
er hann kom út, „sezt að á bæ þeim, sem heitir á Þor-
laugargerði, líklega af því, að bóndinn þar, Loftur Jóns-
son ... var ekki orðinn fráleitur Mormónatrú11.1) Eftir
þessu hefir Loftur verið orðinn hneigður að Mormónsku
áður en Guðm. kom. En síra Brynjólfur var ekki kominn
til Eyja þegar þetta skeði, og er ekki alveg sjálfum sér
samkvæmur. Hann segir á öðrum stað, að Guðm. hafi
fyrst komið til Eyja 1852.2) Að Loftur var frá upphafi
hneigður að Mormónum sést og berlega af því, að hann
vill ekki undirrita kæruskjalið gegn þeim og var við-
staddur skírnarathöfnina 26.—27. maí.
Kæruskjalið, sem áður er nefnt, og þeir vildu báðir
1) Þjóðólfur 1857, nr. 32.
2) Kirkjutíðindi 1879, bls. 126.
3