Selskinna - 15.05.1948, Síða 36
34
eigna sér upptökin að sýslumaður og síra Jón, í bréf-
um sínum til háyfirvaldanna1) er á þessa leið:
„Mitt í þeim hreyfingum, er reyna vilja að skekkja
grundvelli kristilegrar kirkju hér í Vestmannaeyjum,
hvorum yðar herradómi (sýslumanni) verður ekki til-
kynt sem bæri, yðar annríkis vegna, og af því að þessi
leki sýnist sem fyrst ausandi, er sökkva ætlar annars
þessum landsparti, þá beiðumst vér undirskrifaðir, í
nafni guðs og hans dýrðar vegna, að yður mætti þókn-
ast, að stemma algerlega stigu fyrir því, að handiðnað-
armennimir Þórarinn Hafliðason og Guðm. Guðmunds-
son úr Rangárþingi, geti ekki (svo!) tælt né lokkað neinn
hér eftir á þau villutrúarbrögð, er þeir í vetur eð leið
hafa inndrukkið í Kaupmannahöfn, og sem nefnd eru
„mormónísk“.
Vestmannaeyjum á uppstigningardag (29. maí) 1857“.
Undir þessu eru svo 284 nöfn, svo þeir sýslumaður
og síra Jón em báðir nokkurn veginn jafnfjarri eða
nærri sönnu rnn tölu þeirra í bréfum sínum. Einn af
undirskrifendunum bætir við sína undirskrift klausu:
„Að hinsvegar nefndir trúvillingar og guðníðingar, verði
sem fyrst settir í fangelsi, ef lögin leyfa óskar O. Magn-
ússon“.
Eftir ósk sýslumanns, að því er hann segir,2) vora
nöfn þeirra sérstaklega skrifuð, sem ekki vildu skrifa
undir, og vora þeir þessir:
1) Sjá hér að framan, bls. 28—29.
2) Sjá hér að framan, bls. 28.