Selskinna - 15.05.1948, Qupperneq 40
38
geð allt þetta trúarbragða-hringl hans, og það orðið veru-
legt misklíðarefni milli þeirra, og það því fremur, sem
þau annars hafa felt hugi saman af einlægni.1) Þegar
Þórarinn svo verður uppvís að því, að hafa skírt hjónin
Benedikt og Ragnhildi, sem áður eru nefnd, hefir Þur-
íður viljað láta til skarar skríða, og heimtar skilnað. En
Þórarinn hefir unnað henni svo, að hann, sem frammi
fyrir veraldlegu og geistlegu valdi hafði verið ósveigj-
anlegur með öllu, gefst nú upp, og vill heldur hætta
sál sinni en missa Þuríðar. Það er þvi bersýnilegt, að
Þórarinn hefir engum sinnaskiptum tekið, þó að bæði
biskup og prestur séu fagnandi yfir þessum sigri, og
Þórarinn væri leiddur í kirkju með pomp og prakt. Eins
hefir verið um framhaldið. Síra Jón segir, að það hafi
„mátt allt við hafa að halda honum við trúna föstum“,
eftir að hann hafði fengið bréfið frá Guðmundi, og auð-
vitað hefir það verið kona hans ein, sem hélt honum.
Þetta bréf Guðmundar til Þórarins er enn þá til í af-
riti, sem síra Jón Austmann lét fylgja skýrslu sinni.2)
Það er all-langt og mest af því orðagjálfur. Það byrjar
svona: „Þú margreyndi, tryggi og dyggðum prýddi! mér
ógleymanlegi vinur og bróðmrlegi velgjörari (sláðu ekki
á frest, að vera minn bróðir í drottni). — Ég sver þér
það við þann lifandi guð, okkar elskulega föður á himn-
um, að þitt ástand er í formyrkvuðu ásigkomulagi um
1) Að svo hafi verið frá Þórarins hálfu er ekki að efa, en að
svo hafi og verið af Þuríðar hendi mætti ef til vill ráða af því, að
fyrsta barn sitt með síðara manni sínum, Jóni Árnasyni, sem hún
giftist, 21. okt. 1853, lét hún heita Þórarin (f. 30. jan. 1855).
2) Bréf Rangárv.próf.d.