Selskinna - 15.05.1948, Page 42
40
um þessa atburði. Abel sýslumaður segir,1) að það hafi
verið 29. maí, sem Þórarinn lét undan og er ótvírætt
að skilja svo, að Guðmundur hafi enn verið í Eyjum
þegar bréfið er skrifað 3. júní, því bæði mundi hins
getið, og svo er sýslumaður hálf undrandi yfir því, að
þeir Mormónamir (og þá auðvitað einkum Guðmund-
ur) skuli ekki hafa forðað sér úr Eyjum nóttina eftir
að hraðboðinn kom, og það fréttist að taka ætti Mor-
mónana höndum. Sama sýnir og bréf síra Jóns 3. júní,
þar sem hann talar um umvendan Þórarins en segir
svo að Guðmundur „sé því þverúðarfyllri með sitt á-
framhald í þessari einþykni11, en getur ekkert um brott-
för hans. Og að minnsta kosti er Guðmundur í Eyjun-
um 29.—30. maí, úr því að bréf hans til prestsins og
sýslumannsins er þá dagsett, og það var eftir að Þórar-
inn snerist. Er sennilegast að Guðmundur hafi farið
mjög fljótt eftir þetta, ekki verið vært í Eyjunum,2) og
hafi svo skrifað Þórarni bréfið skömmu síðar til þess að
reyna að koma honum aftur á „rétta“ leið. Er það þá
aðeins ónákvæmt orðalag enda skrifað löngu seinna,
er síra Jón segir, að Guðmundur hafi „þá“ (þ. e. þegar
Þórarinn snerist), verið uppi á landi.
Bréf þeirra sýslumanns og prests hafa þegar í stað
verið send til Reykjavíkur, og svara háyfirvöldin um
hæl aftur, líklega með sendimanninum. Eru þau bréf
dags. 9. og 10. júní 1851. Eru þeir báðir, stiftamtmaður
og biskup rólegir enn sem fyrr. Biskup sýnist líta svo á,
1) Bréfið 3. júní.
2) Líklega verið fluttur burtu, beinlínis „deportéraður", sbr. bréf
prófasts 19. nóv. 1851.