Selskinna - 15.05.1948, Síða 44
42
1 stað hans var settur Adolph Chr. Baumann, og fékk
hann svo veitingu fyrir embættinu þegar Ahel lét af því
að fullu, 27. júní 1852.1) Hann tekur nú við þessum
málum sem öðrum af fyrirrennara sinum, og hefir þá
frekar getað verið samvinna milli þeirra embættismanna
í Eyjum inn þetta mál en áður, því að samkomulagið
milli þeirra Abels og síra Jóns var ekki sem bezt á-
vallt.2)
Þórarinn var ekki heima þegar bréfin komu frá há-
yfirvöldunum, því að hann dvaldist við fuglaveiðar í út-
eyjunum, og kom ekki heim fyrr en 22. júní.3) Tók
sýslumaður hann þá þegar fyrir rétt daginn eftir „í
samræmi við bréf Amtsins 5. maí og 10. júní“ fyrir
það að hafa unnið að útbreiðslu Mormónskunnar. „Var
Þórami þá bannað að hjálpa framvegis til að breiða út
nefndan trúarbragðaflokk í Eyjunum, og strengilega
bannað, undir hegningu laganna, að framkvæma nokk-
urt það verk, sem eftir landslögunum er falið presti
þeim, sem löglega er skipaður til þess, og játaði hann,
að hann hefði orðið sekur í þessu efni og lofaði að gjöra
það ekki framvegis“.4) — Það er óneitanlega hálf skop-
legt, að gjöra þessa rekistefnu gegn Þórarni eftir að hann
var genginn af Mormónatrúnni, aðeins eftir amtsbréf-
unum, sem í þessu efni vom gengin út gildi að því er
til Þórarins kom. Aftur á móti er auðséð að Guðmundur
1) Smæfir IV, 563.
2) Sjá t. d. bréfin sem þeim fara á milli 1850, 8. sept. frá síra
Jóni og næsta dag frá Abel, með skömmum og hótunum.
3) Aukaréttargjörð 23. júní 1851.
4) Aukadómabók Vestm.