Selskinna - 15.05.1948, Síða 45
43
hefir nú verið farinn úr Eyjunum, því að annars hefði
árásinni verið stefnt að honum, enda átti hún þar heima.
En röggsemi hins nýja sýslumanns hefir orðið að koma
einhversstaðar niður.
Síra Jón Austmann hafði nú einnig tekið sig til er
hami fékk bréfið, og kallað þau fyrir sig hjónin í Kastala,
Benedikt og Ragnhildi, laugardaginn 21. júní, en hvern-
ig sem hann reyndi „eftir þeirri náð sem guð hefir mér
gefið .. .í tveggja merkra votta viðurvist, að snúa þeim“
fann hann ekki „hinn minnsta ávöxt hjá þeim til lag-
færingar i sögðu efni“. Skrifar hann sýslumanni um
þetta, eins og hann segist hafa hótað þeim, en þó eink-
um í þeim tilgangi ef að yðar málsnilld fengi, mér til
stærsta fagnaðar, komið því hjá þeim í annað betra
horf".1)
Um þetta allt skrifar svo Baumann í amtið, 26. júní
1851. Hann skrifar fyrst um réttarhaldið og lýkur með,
því, að þar eð sér sé ekki kunnugt um neina fleiri í Eyj-
unum, er hafi starfað í þessa átt, þá muni mega líta
svo á, að Mormónskan sé hér með stöðvuð þar. — Tím-
inn sýndi nú bráðum, hve þessi spá dugði, og að minnsta
kosti var þessi forboðun Þórarins vita þýðingarlaus eftir
að hann var genginn af Mormónskunni í orði kveðnu.
Getur þó verið, að þeim hafi komið saman mn það, síra
Jóni og sýslumanni, að styrkja Þórarin í kristnidómin-
um með þessu, gegn vélabrögðum Satans og Guðmundar.
Loks segist sýslumaður hafa, samkvæmt bréfi amtsins,
tilkynnt Lofti Jónssyni að hann skuli ekki láta aftur-
1) Bréf sira Jóns, 23. júní 1851, í sýslubréfum Vestm.