Selskinna - 15.05.1948, Page 46
44
köllunarbréf kjósenda hans aftra sér frá því að fara til
Alþingis11.1)
Hefir prestur nú ásett sér að nota tækifærið, þegar
dofnað sýndist yfir Mormónskunni, til þess að ganga
milli bols og höfuðs á henni, og uppræta allar tilhneig-
ingar hjá sóknarbörnum sínum í þessa átt. Sunnudag-
inn næstan eftir, eða 29. júní, fór fram ferming og var
fjölmennt við messu, eins og vænta mátti. Las síra Jón
þá upp af prédikunarstóli biskupsbréfið frá 9. júní og
knýtti þar við áminningarræðu. Segir hann frá þessu
í skýrslu sinni til prófasts 1853. Segir hann um það
meðal annars: „ . . . herra biskupsins heiðraða bréf, sem
mér veittist sú æra og ánægja að móti taka, dagsett
svona: 2. dag Hvítasunnu,2 3) sem ég næsta helgan dag
upplas af prédikunarstólnum við fjölmenna samkomu
á comfirmationsdegi barna. En þar eð ég hafði ítrekuð-
um sinnum með hógværð leitast við að leiðrétta þessa
villuráfandi vesalinga, varð ég fremur beryrtur eftir
upplestur þess dýrmæta biskupsbréfs og það af helg-
um stað — það er drengur sem viðgengur —“3) Ræðu-
stúfur síra Jóns er festur inn með þessari skýrslu. Er
ræðan að mestu leyti tilvitnanir í biskupsbréfið og á-
minningar, að halda fast í „þau Lútheranisku trúar-
brögð“. Talar hann um villu þeirra, sem hafa „látið
hér innkomna, illa upplýsta sérvitringa og trúarvillu-
menn leiða sig afvega“. Eru setningarnar hjá honum
bæði lotulangar og flóknar og ekki gott að fylgjast með
í þeim; t. d. þegar hann hefir vitnað í orð postulans Páls
1) Bréfabók Vestm.sýslu.
2) 9. júní.
3) Skjöl Rangárvallapróf.