Selskinna - 15.05.1948, Síða 48
46
Benedikt í Kastala og Ragnhildur „til Kaupmannahafn-
ar".1) Síra Jón segir í skýrslunni 1853 að þau hafi „siglt
héðan í von um að komast til Síonsborgar“. Hafa þau
farið til Kaupmannahafnar, en förinni verið heitið til
Mormónalandsins í Ameríku.
V. Starf GuSmundar í landi.
En Guðmundur Mormóni var ekki alveg úr sögunni
þó að hann væri kominn úr Vestmannaeyjum um stund-
arsakir. Fer hann nú að gjöra menn óttaslegna upp á
meginlandinu. Því miður fara svo sem engar sögur af
starfsemi hans þar, og stafar það ef til vill af því, að
henni lauk fremur fljótt, og hún har engan endanlegan
árangur. Hið eina verulega, sem vitað verður um þetta,
er í bréfi eða skýrslu prófastsins, síra Jóns Halldórsson-
ar á Breiðabólstað til biskups, dags. 19. nóv. 1851.2)
Það er því einfaldast að láta hann skýra frá, og gefa
aðeins þær fáu skýringar, sem unnt er. Hann segir:
„Guðmundur nokkur Guðmundsson ... kom hingað til
Vestmannaeyja". Segist ekki vera með öllu óttalaus fyrir
því, að ennþá sé ekki alveg séð út fyrir endann á þessu.
„Guðmundur þessi var nú fluttur til fastlandsins í sumar,
og strax sem hann stakk niður fæti á landi, í Landeyjum,
fór hann að prédika fyrir fólkinu á þeim fáu bæjum,
hvar hann hafði stundar gistingu, og var ekki trútt um
að honum tækist að telja einstöku mönnum hughvörf,
og hefði að líkindum leitt til hins verra, nema laglegur,
1) Ministerialbók Vestm.
2) Bréf biskupsdæmisins.