Selskinna - 15.05.1948, Page 49
47
röggsamur og skyldurækinn prestur — sem þá þjónaði
því prestakalli1) — hefði ekki skorist í leikinn, og þó
hafa honum síðar farið þeirrar meiningar orð við mig,
að betra væri heilt en brotið." Hefir eftir því komið hik á
einhverja við mælsku Guðmundar, og ekki verið auð-
velt, frekar en annarsstaðar, fyrir prestinn, að koma
fólkinu ofan af þessu. Bréfið heldur svo áfram: „Oft-
nefndur Guðmundur tók sér loks vistarveru hjá Hall-
dóri málmsmið Þórðarsyni á Ártúnum í Oddasókn; þar
hafði hann verið í kennslu til undirbúnings áður hann
sigldi.2)
Við Halldór hafði ég fyrir löngu átt tal, og var hann
mjög mikið í sama anda sem Guðmundur. Mér er með
sannindum sagt, að kona gjörtlarans3) sé gagntekin af
sama súrdegi, og ekki alls fyrir löngu voru þau hjón
ekki búin að vera til altaris á hausti með öðru fólki,
eins og þau þó höfðu áður fyrri gjört. Með þessu lætur
Guðmundur Mormóni, eins og hann kallar sig sjálfan,
ekki búið, heldur leitar hann alls lags að útbreiða sinn
hégómlega lærdóm utan hæjarins, hvar hann hefir dvöl,
og með því að mér ekki getur betur skilist, en að hann
ekki einungis sem gapi og blindur sérvitringur flani
út yfir öll takmörk siðsemdar og velsæmis, heldur
einnig sem ósvífinn narri, bjóði sér að útkvæma — að
kirkjunnar lögum viðteknar —- embættisaðgjörðir heiðar-
legs, hálærðs og skyldurækins sóknarprests síns, þá áleit
ég samvizkusök að gjöra yður, háæruv. hr. bisk. kunnugt,
!) Hefir verið síra Jón Hjörtsson, síðar á Gilsbakka.
2) Sjá áður, bls. 24—25.
3) = málmsmiðsins.