Selskinna - 15.05.1948, Page 52
50
sama sinnis, er ég, sem enn er komið1) nokkurnveginn
kvíðalaus, en hvað ver'Sa muni1) get ég ekki tekið í á-
hyrgð, eftir að ég hef lesið þessi þrjú fylgiskjöl frá Mor-
mónanum sjálfum11.2)
Hér er svipað og í Vestmannaeyjum í upphafi. Pró-
fastur sér að vísu, að mikið hefir ekki látið undan Mor-
mónanum, en finnur á hinn bóginn vanmátt sinn og
hve illt gat verið að eiga við þá, sem tóku þetta í sig.
Guðmundur sýnist líka hafa starfað sleitulaust að út-
breiðslu trúarinnar, og án efa hefði honum ekki síður
orðið ágengt þar en í Vestmannaeyjum ef hann hefði
haldið þar áfram. Annars er þetta bréf prófasts, eins og
biskup talar líka um í svari sínu og er hálfgramur yfir,
einkexmilega óljóst og lítið á því að græða um það, hvað
í raun og veru hafi farið fram í þessu efni, jafnlangt
og það þó er.
Með þessu bréfi sendi síra Jón prófastur þrjú fylgi-
skjöl. Eitt af þeim er bréf til síra Markúsar í Odda, frá
Guðmundi, sem prófastur vitnar í, og mun það vera
með eigin hendi Guðmundar, en hin eru eftirrit. Bréf
þetta er skrifað í Ártúnum 1. vetrardag (25. okt.) 1851.
Segist hann hafa heyrt að prestur hafi „fundið að þeim
sundurlausu sannmælum“, sem hann hafi sagt hjá Skúla
Thorarensen á Móeiðarhvoli... „En það vil ég samt
hispurslaust láta yður vita, utan að ég drambi mér sjálf-
ur eða hrósi, að ef þér mótstandið mínum vitnisburði um
Jesú Krists heilsusamlega lærdóm, sem nefnilega er um
lærdóm skírnarinnar, handa uppálagningu, upprisu
1) Auðk. af höf.
2) Bréf biskupsdæmisins.