Selskinna - 15.05.1948, Síða 58
56
legu tilheyrendur", eður þá hvar hún er haldin, úti eð-
ur inni, eður þá hvort hún einungis svona löguð er bú-
in til, í því skyni að ganga til yfirlesturs milli marrna
bæ frá bæ; öll þessi óvissa gerir mér málið óljóst og
vekur hjá mér þann ótta, að þessi trúvillingur mæti
heldur linlegri mótstöðu“ o. s. frv. „Hvað nú enn frem-
ur snertir þennan þráttnefnda „hæreticus11,1) þá er mér
enn í verðslegu tilliti eitt og annað ókunnugt, hvort
hann er í vist, hvort hann er lausamaður eður svonefnd-
ur handiðnaðarmaður, sem hefir sveinsbréf fyrir sig að
bera, eða hann álítur sér leyft, að ganga milli heimila
til að boða trúvillu sína ...“ o. s. frv. Að lokum felur
hann prófasti allt þetta mál, og einkum að áminna
sóknarprest Guðmundar að taka höndum saman við alla
góða menn gegn honum. Og loks segist hann senda pró-
fasti eftirrit að bréfi sínu til prestsins í Vestmannaeyj-
um, síra Jóns Austmanns, um þetta efni2) Er auðséð
á bréfinu öllu að biskup er óánægður, bæði með skýrslu
prófasts og frammistöðuna alla í viðureigninni við Guð-
mund, og bréfið verður því hálfgildings ákúrubréf.3) Ég
hefi ekki fundið neitt svar frá prófasti, og er líklegast
að hann hafi þykkzt við bréf biskups og ekki skrifað
honum frekar um málið.
Það tók nú og að styttast í starfsemi Guðmundar á
meginlandinu. Eftir því sem hann bar fyrir rétti í Vest-
mnnaeyjum 6. ág. 1853 fór hann þaðan til Vestmanna-
1) Trúvilling.
2) Bréfið 5. maí 1851, sjá bréf próf. til síra Brynjólfs Jónssonar
Vestm. 16. júlí 1853.
3) Bréfabók biskups 1850—’52, nr. 590 bls. 421—’22.