Selskinna - 15.05.1948, Page 59
57
eyja í marzmán. veturinn eftir (1852)J), enda er hann
og það ár talinn „innkominn“ til Vestmannaeyja.1 2) Hon-
um hefir líklega ekki þótt jarðvegurinn eins góður á
meginlandinu, og þótt sigurvænlegra að starfa þar, sem
hann vissi af skoðanabræðrum. Getur verið að flutn-
ingur hans til Vestmannaeyja hafi staðið í einhverju
sambandi við druknan Þórarins, því að það er í sama
mánuði. Þó svo ætti að heita, að Þórarinn væri geng-
inn af Mormónskunni, hefir hann samt ef til vill getað
leiðbeint hinum, og því verið þörf á leiðtoga þegar hans
missti við.
VI. Koma Lorentzens og árangur.
Nú víkur þá sögunni enn á ný til Vestmannaeyja.
Þar sýnist nú allt vera með kyrrum kjörum og heyrist ekk-
ert um Mormónana fyrr en kemur talsvert fram á árið
1853. Þá hafði sú breyting orðið á í Vestmannaeyjum,
að síra Brynjólfur Jónsson var þangað kominn, skipaður
af biskupi ábyrgðarkapelán síra Jóns Austmanns. Síra
Jón var orðinn hniginn nokkuð að aldri, og þar eð Vest-
mannaeyjar voru svo settar, að ekki var unnt að ná
prestsfundi oft og einatt ef sóknarpresturinn forfallað-
1) Aukadómabók Vestm.
2) Sálnareg. Vestm. 1 mimsterialbókinni er hann og talinn með-
al innkominna það ár „frá Kaupmannahöfn að Þorlaugargerði“
og er það ekki rétt, hverriig, sem á það er litið, því að ef vera
hans á meginlandinu hefði verið skoðuð sem ferðalag, þá hefði
hann átt að teljast innkominn 1851, en hefði hann siglt í milli-
tíð hlyti þess að vera getið í aukaréttargerðinni, sem áður er nefnd,
enda mjög ólíklegt.