Selskinna - 15.05.1948, Qupperneq 60
58
ist, þótti biskupi réttast að síra Jón sleppti prestakall-
inu, svo að hægt væri að veita það ungum og ötulum
presti, einkum þar sem drykkjuskapur var þar mjög
mikill og því þörf á presti með fullum starfskröftum. Síra
Jón þumbaðist á móti og hafði ýmsar vífilengjur, sem
hér væri oflangt að rekja, en að lokum lagaðist þetta
svo, að síra Brynjólfur, sem þá hafði fengið veitingu
fyrir Reynistað var skipaður ábyrgðarkapelán, 18.
sept. 1852. Var þykkja mikil í síra Jóni út af þessu bæði
við biskup og síra Brynjólf fyrst í stað, eins og heyra
má af ýmsum bréfum hans, en aftur á móti verður
þess ekki í nokkru, smáu né stóru, vart, að síra Brynj-
ólfur hafi haft það að neinu.
Árið 1853 færist nýtt líf í Mormónana í Vestmanna-
eyjum, og hefir það án efa verið af völdum Lorentzens
nokkurs, er þá kom til eyjanna. Af bréfi síra Jóns pró-
fasts Halldórssonar til síra Brynjólfs í Vestmannaeyj-
um Jónssonar, 16. júlí 1853, má sjá, að hann er þá
farinn aftur, því að hann segir að „hinn svokallaði Mor-
móna prestur“ hafi verið fluttur af hr. kaupmanni
Christensen“ til Vestmannaeyja og þaðan aftur,1) en
annars er ekki Ijóst hvenær það hefir verið, enda skiptir
það engu máli í sjálfu sér. Þó má sjá það af prestsvígslu-
bréfi Samúels Bjarnasonar, að Lorentzen hefir verið hér
19. júní eins og síðar verður að vikið. Hann hefir stað-
ið fremur stutt við, og aðeins komið í þeim erindagjörð-
um að styðja Mormónana í trúnni og herða á því, að
þeir létu skírast, sem þess hugar voru.2) Sira Brynjólfur
!) Hann kom frá Reykjavik, sjá aukarétt Vestm. 6. ág. 1853.
2) „Nokkrar vikur segir í aukaréttargjörð 6. ág. 1853.