Selskinna - 15.05.1948, Page 61
59
segir svo frá þessu í fyrnefndri grein sinni um Mor-
mónana í Þjóðólfi.1) „Sumarið 1853 kemur hingað frá
Kaupmannahöfn maður nokkur danskur, er nefndi sig
J.P. Lorentzen, járnsmiður, en enginn vissi í fyrstu,
hvers erindis eða hvað hann var“. (Þetta sýnist benda á,
að hann hafi ekki haft mjög skamma dvöl í Eyjum).
„Hann fer þegar á fund Guðmundar, og grunaði þá
menn, að eitthvað væri í bígerð, sem og bráðum sýndi
sig, þar hann mun í sameiningu með Guðmundi hafa
skírt Loft Jónsson, Samúel Bjarnason frá Kirkjubæ og
Magnús Bjamason frá tómthúsi einu, og vígt þessa þrjá
til Mormóna presta. Að afloknu þessu erindi fór þessi
„útlendi2) öldungur“ héðan aftur, og vita menn eigi
meir um hann. Þess má geta, að áður hafði hann verið
á ýmsu trúarreiki, fyrst lútherskur, reformertur, svo
baptisti og loks Mormóni, hvað sem hann nú er orðinn.
Nú var þá ekki orðið prestslaust í Vestmannaeyjum!!!“3)
Þetta síðasta er án efa sagt í gamni út af því, að áður
hafði verið kvartað um prestsleysi í Vestmannaeyjum,
eftir að prestaköllin tvö voru sameinuð í eitt, og einkum
er síra Jón Austmann var orðinn aldraður.
Það er auðséð, að talsvert skurk hefir verið gjört af
Mormónum þetta ár. Sjást þess t. d. merki í sálnaregistr-
inu. Fram að 1853 eru engar athugasemdir gjörðar um
þetta, nema aðeins um þá Þórarin og Guðmund, en ekk-
!) 29. ág. 1857.
2) Svo, er vafalaust prentvilla, á að vera útsendi, því Lorentzen
kallaði sig „udsendt Ældste".
3) 1 grein sinni um Mormónana í Vestmannaeyjum í Ivirkju-
tíðindum, segir síra Brynjólfur að Lorentzen hafi komið hingað
1857, rétt áður en allur Mormónahópurinn fór af landi brott, en
það er ekki rétt.