Selskinna - 15.05.1948, Side 62
60
ert hefir verið getið um slíkan grun á öðrum. En í mann-
talinu 1853 eru þessar athugasemdir komnar: „Helga
Jónsdóttir, vinnukona 38 ára, vildi ei yfirheyrast mor-
mónsk11.1) „Þorlaugargerði: Loftur Jónsson, Mormóni“.
(Kona hans og annað venzlafólk þá talið lúterskt), „Guð-
mundur Guðmundsson, gullsmiður, Mormóni, kallar sig
Præsident!!!“ Um guðsorðabækur í Þorlaugargerði er
þetta athugað: „Nógar húslestrarhækur, en má nærri
geta hvemig notaðar“. 1 Móhúsi er Samúel Bjarnason
og Margrét Gísladóttir kona hans „bæði Mormónatrú-
ar“. 1 ömpuhjalli er Guðný Erasmusdóttir talin „Mor-
móni“, en um dætur hennar, Helgu og Guðnýju, er sagt:
„standa enn stöðugar“. Helgahjallur: Magnús Bjarnason,
„Mormóna öldungur!“ Þuríður Magnúsdóttir, „kona
hans, á báðum áttum“. Hér mun þá sjást það fólk, sem
skím tók af Lorentzen, eða í þeim svifmn, en þó mun
jafnan nokkur óvissa hafa verið um suma, hvort þeir
vom skirðir eða hvenær, því að það hefir farið mjög dult.
Síra Jón Austmann segir um þetta í skýrslu sinni,
sem oft er getið hér að framan: „Nú held ég áfram
sannri sögunni, sem ekki er ofhermd, eftir það mér næst-
um að kalla var frá vikið. Loftur, af mér með sannri
ánægju kjörinn meðhjálpari í þeirri tíð og 2svar sátta-
semjari, gmndaður og þó grillufullur, sérvitur maður,
spektar og siðprýðismaður, listxnn húinn. Hann tekur
Gvend Mormóna (Morjóna kalla ég í háði!) og heldur
honum í sínum húsum, og er nú virkilega skírður, ann-
aðhvort af Gvendi eða Lorentzen, er hingað kom í sum-
ar, vel meðtekinn að Þorlaugargerði, er nú samt héðan
!) Þetta er sú, er siðar varð kona Þórðar Diðrikssonar, Mormóna.