Selskinna - 15.05.1948, Side 66
64
VII. Réttarhöld og ráöstafanir.
Eins og áður er getið hafði biskup skrifað síra Jóni
prófasti Halldórssyni, og látið heldur lítið af frammi-
stöðu hans og annarra í baráttunni gegn Mormónunum.
Síðan var liðið h. u. b. hálft annað ár, þegar tiðindin
fóru að gjörast í Vestmannaeyjum á nýjan leik. Skrifar
prófastur nú síra Brynjólfi bréf 16. júlí 1853 um þetta
mál og gefur honum hálfgerðar ákúrur. „Ég hefi ekki
orðið var við nein afskipti yðar sem þess, er hafi presta-
kallið í fullri ábyrgð, af þessu máli“. Segist hann því
finna „fullkomið tilefni til að áminna yðar velæruverð-
ugheit, eins og ég hér með áminni yður um, að hafa
yður í öllum greinum til orðréttrar eftirbreytni hréf
háæruv. herra biskupsins, dags. 5. maí 1851 til prests-
ins síra Jóns Austmanns, af hverju hann hefir sent mér
eftirrit, í hverju bréfi það er tekið fram... að ef svo-
nefndu heilögu gangi inn í prestsleg embættisverk með
að skíra o. s. frv. þá beri prestinum í hvert skipti tafar-
laust að tilkynna slíkt veraldlegu yfirvaldi. . .“ Bendir
presti svo á ýmsa lagastaði. „Ennfremur er ég orðinn
þess var, að þessi myrkursins börn, í sókn yðar, hafi sjálf-
sagt á nóttunni, lagt sínar vígvélar hér á meginlandinu,
í mínu prófastsdæmi, og þó aðrir prestar mínir séu þegar
búnir að reisa fyrir útbreiðslu þeirrar hérvillu þær skorð-
ur, er í þeirra valdi stendur, þá legg ég það fyrir yður,
velæruverðugi bróðif .. . að þér hafið nákvæmt auga á
því, að engir yðar sóknarmanna fari svo hingað á land,
öðruvísi en aðeins snögga ferð í nauðsynjaerindum, að
hann ekki hafi meðferðis leiðarbréf frá viðkomandi sýslu-
1) bls. 55 og áfram.