Selskinna - 15.05.1948, Page 71
69
á, að hann hafi ekki verið alveg eins þægur og sýslu-
maður lætur í veðri vaka.
8. ágúst ritar svo síra Brynjólfur um þessi úrslit með
stuttu bréfi.1)
Eins og áður er sagt, leitaði prófastur staðfestingar
stiftsyfirvaldanna á bréfi sínu og skipunum til síra Brynj-
ólfs 16. júlí með bréfi dags. 30. júlí, sem ekki er til. Þessu
svara stiftsyfirvöldin aftur 9. ág. (1853). Staðfesta þau
fyrirskipunina, þ. e. að síra Brynjólfur fari eftir biskups-
bréfinu 3. maí 1851, en um hitt atriðið, að síra Brynjólfur
hleypi engum í land nema með sérstakan „passa“ o.
s. frv. segja þau, að ómögulegt sé að skylda prestinn til
sliks, því að það heyri undir sýslumann, en þau von-
ist eftir góðri samvinnu milli þeirra um þetta atriði.
Eins vonast biskup eftir því, að prófastur grenslist, við
næstu vísitatiu, „eftir ásigkomulagi safnaðarins í fyr-
greindu tilliti“ og gjöri þá ráðstafanir, er hann, eftir
beztu sannfæringu, álíti hentugast til þess, að eyða þess-
ari villu.2) Þetta var nú um garð gengið þegar bréfið
kom, svo að það varð óþarft.
Eitthvað frá þessum tíma hér eftir er skýrsla síra Jóns
Austmanns án efa. Hún hefir nú smám saman verið
nálega þurausin að því efni, sem nokkru máli skiptir,
því að í síðari hluta hennar er mest efni hennar ergjur.
Skal tilfæra hér dálítinn kafla, af því að hann sýnir
svo vel anda og stílmáta gamla mannsins og um leið
það, hvemig hann spáði fyrir framgangi Mormónaflokks-
ins:
„Ekki er um að tala, hvað við, báðir prestamir í sam-
1) Copíubók sýsl.
2) Bréf Rang.próf. og bréfabók bisk.