Selskinna - 15.05.1948, Síða 72
70
einingu höfum gjört okkar bezta til í þessu efni, og það
af helgum stað,1) hann einkum þann 8. e. trt. með svo
gott tilefni, en ég þann 9.2) En hér skal meira til en
krydduð eintóm fínheit, hér skal til röggsemd og al-
vörugefni með gjörvöllum krafti að mér finnst. En segj-
ast mætti: Þú ert laus við það nú, sem og svo skal líka
verða; en uggir mig, eins og þyrnirinn í kirkjugarðin-
um venju fremur vex, muni meira eftir því fara; eftir til-
hlutan herra biskupsins, er ég við það algjörlega laus, en
er langorður en þó sannorður nú í seinasta sinni, ég
sem til siðu er settur, hripa um Mormóniríið héðan. Ég
gleðst engan veginn yfir, heldur glotti um tönn, sem
Skarphéðinn, hvernig fara muni með tímanum um Mor-
mónakramið í Vestmannaeyjum. Fyrir það, sem áður
var skeð, geri ég nú fulla grein, en sem sagt, nú hef ég
enga magt, enda þótt hra. prófastur minn alvarlega héldi
okkur til þess báðum prestum í sumar; en þegar mér
er fyrirmunað (eftir 40 ára þjónustu í Kirsts embætti,
og sæmilega vitnisburði af próföstum mínum, einkum
síðan ég varð einn) að yfirheyra hér eitt bam mér til
ánægju, og í hverju ég þykist nokkum veginn orðinn
vanur við, hvaðan sem sú fyrirmununaralda er runn-
in, því skyldi mér þá, að svo vöxnu, geta við komið, að
innláta mig í trúarbragða heilamgls og gmbleríið; Nei!
Aðrir, sem betur geta og gjöra taki við!.. . Ábyrgðar-
kapeláninn verður herklæddur til þess, að koma þvi öllu
í stand og stellingar — sem betur fer! „En uggir mig
að arfasáta illa muni hér brenna".
1) Þ. e. í kirkjunni, af prédikunarstólnum.
2) Sunnudagana 17. júlí og 24. júlí. Þetta getur því ekki hjálpað
neitt til að ákveða dagsetning skýrslunnar.