Selskinna - 15.05.1948, Page 78
76
skaparástríðu sinnar, og þráð lausn frá henni. Þetta hef-
ir rekið hann til Mormónanna, er hafa gefið honum
fögur fyrirheit um mátt andans, er hann mundi öðlast.
En eins og við sjáum af skýrslu síra Jóns og ummælum
Samúels sjálfs hélt drykkjuskaparástríðan áfram hjá
Samúel og lagði hann að velli sem fyr. Þetta hefir orðið
tilefni til þess, að hægt var að ná Samúel frá Mormón-
unum. En nú mætti spyrja, hvort þetta sé ekki allt eitt
og sama afturhvarfið, eða hvort Samúel hafi fyrst verið
rekinn, svo gengið inn aftur og svo enn skilið við Mor-
mónana? Sé hér sami viðburður og sá, sem síra Jón
talar um í skýrslu sinni, þá ætti hún ekki að vera rituð
fyr en einhverntíma eftir 23. des. 1853, og líkl. þá
snemma á árinu 1854. Þetta verður ekki hrakið með
vissu, því að það, sem síra Jón talar um, að „extraréttur
var nýskeð haldinn“. Þyrfti þá ekki að eiga við réttar-
haldið í ágúst 1853, heldur gæti það verið réttarpróf
það í desember, sem hvergi er bókað, en Kohl sýslu-
maður getur um í bréfinu 19. des. Þó finnst mér hitt
sennilegra, að skýrslan sé skrifuð um sumarið. Hún
er skrifuð í tilefni af vísitatiu prófasts. Þar er talað mn
komu Lorentzens o. fl. „í sumar“, eins og menn segja
að sumrinu um það, sem skeð hefir fyr á því sama sumri,
í stað þess að segja í „sumar er leið“ eða „á síðastliðnu
sumri“. Það er ekki heldur neitt ósennilegt eða ómögu-
legt við það, að Samúel hafi hringsólað þannig í þessu
efni. Réttargjörðin frá 6. ág. sýnir að Samúel ber þar
fram, að hann hafi orðið Mormóni „tilknúður... af
fortölum smiðsins Lorentzens“ o. s. frv., eins og hann
hálfpartinn kenni honum og Guðmundi um eitthvað
rangt, sem þeir hafi tælt sig til. Þá kemur það ekki