Selskinna - 15.05.1948, Qupperneq 79
77
heim, ef báðir skýra rétt frá, síra Jón í skýrslu sinni
og Samúel í afturköllunarbréfinu, því að síra Jón seg-
ir beinlínis, að Samúel hafi verið „afsettur“, en Samúel
tekur það fram, að hann gangi úr Mormónaflokknum
„án þess þeir hafi sjálfir útvísað mér“. Rétt á litið segir
síra Jón heldur ekki, að Samúel hafi farið úr Mormóna-
flokknum, heldur aðeins að hann hafi verið „afsettur“,
þ. e. frá prestsskapnum. Það kom og i ljós, að Samúel
var heldur laus í rásinni, því að þrátt fyrir þessa há-
tíðlegu yfirlýsingu gekk hann enn inn í Mormónaflokk-
inn, og er einn af þeim fyrstu, sem héðan fóru sem
Mormónar (á næsta ári). Kom hann síðar í trúboðser-
indum, og þá lét síra Brynjólfur prenta þessa yfirlýs-
ingu hans, sem nú hefir verið um getið, og því hefir hún
geymst.1)
Þegar árið 1853 kvaddi sýnast því hafa verið þessir
Mormónar í Vestmannaeyjum:
1. Guðmundur Guðmundsson, „præsident“ í Þor-
laugargerði.
2. Loftur Jónsson, bóndi í Þorlaugargerði, þó óvíst,
að hann hafi þá verið skírður, en er í kirkju-
bókinni hiklaust talin „Mormóni“.
3. Helga Jónsdóttir, vinnukona hjá Lintrup faktor.
4. Margrét Gísladóttir, Móhúsi, kona Samúels
Bjarnasonar.
5. Guðný Erasmusdóttir, ekkja, ömpuhjalli, og loks
6. Magnús Bjamason „prestur“ eða „öldungur“,
Helgahjalli.
1) Isafold 1876, nr. 17, 64.