Selskinna - 15.05.1948, Page 80
78
Auk þess telur kirkjubókin 7. Samúel Bjarnason
á þessum stað fullum fetum „Mormónatrúar“, enda
má gjöra ráð fyrir, að húsvitjun hafi verið um garð
gengin fyr en Samúel snerist aftur til réttrar trúar.
Eftir kirkjubókinni hefir svo síra Brynjólfur farið í
skýrlu sinni til síra Ásmundar prófasts Jónssonar, 11.
sept. 1857, um Mormónana,1) en þar telur hann þá 7
árið 1853. Eins og fór um Samúel er líka óhætt að telja
hann með.
Nú fer að fækka um bréf og annað slíkt um Mormón-
ana. Það er eins og fyrsti óttinn við þá réni, en á hinn
bóginn verði öllum það augljóst, að það stoði lítið að
fást við þá. En auk þess vantar bréf frá þessum tíma,
og þau líklega fleiri en bent verður á. 1 dagbók biskups-
dæmisins eru nefnd tvö bréf frá síra Brynjólfi, sem ekki
eru til lengur. Annað þeirra er dagsett 1. okt. 1853, en
mótt. 30. jan. n. á.: „Kapellán síra Brynjólfur Jónsson tjá-
ir frá Mormónavillu í Vestmannaeyjum, 3 fylgiskjöl“.
Að þessu bréfi er sveigt í bréfi biskups til stiftamtmanns
4. febr. 1854 og þar rakið lauslega efni þess, en ekki er
neitt á þvi að græða umfram það, sem sagt er hér að
framan, nema það, að „þessi Samúel hefir játað fyrir
nefndum ábyrgðarkapelláni, að hann hafi skírt konu
sína og aðra gamla ekkju; i tilefni af þessu hefir ábyrgð-
arkapelláninn beðið sýslumanninn að skerast í leikinn“
o. s. frv. Sýnir þetta, að Samúel hefir einnig mætt fyrir
presti, og að hann hefir skírt fleiri en konu sína eina,
og mun það vera Guðný Erasmusdóttir í ömpuhjalli,
1) Kölluð hér eftir Mormónaskrá síra Brynjólfs; er í bréfum
prófastsdæmisins og í Copíubók Vestm.prestakalls.