Selskinna - 15.05.1948, Page 81
79
sem við er átt. — Hitt bréfið frá síra Brynjólfi, sem
dagbókin nefnir, er dags. 3. jan. (1854) og móttekið 28.
maí: „Sami (þ. e. síra Br. J.) segir frá aðförum Mor-
móna í Vestmannaeyjum (2 fylgiskjöl)“. Þessu bréfi
svarar biskup síra Brynjólfi 31. maí. Er ekki ólíklegt,
að í þessum bréfum og fylgiskjölum hefði mátt fá ýms-
an fróðleik um Mormónana, en þau eru nú glötuð með
öllu, því að öll bréf til biskups árið 1853 og 1854 eru
horfin, en á hinn bóginn er fyrsta bréfið, sem fært er
inn í bréfabók yfir útsend bréf Vestmannaeyjapresta
dags. 13. jan. 1854, svo að ekki er í neitt hús að venda
eftir þessum bréfum. Eru það einkum fylgiskjölin, sem
kynnu að hafa verið merkileg fyrir þessa sögu.
Annars er fátt og lítið frá þessu ári um Mormónana.
Helgi biskup ritar stiftamtmanni, eins og nú hefir verið
vikið að, 4. febr. (1854) út af bréfi síra Brynjólfs hinu
fyrra (1. okt. 1853). Skýrir fyrst frá aðaldráttunum í
bréfi síra Brynjólfs og segir svo: „Eins og þóknanleg-
ast má sjá af hér með fylgjandi útskrift af Vestmanna-
eyjasýslu aukaréttarbók,1) hafa báðir hinir innstefndu
að vísu þóttst vera óvitandi um, að þetta væri lögum
gagnstætt, og lofað því, að hætta að útbreiða villu þessa,
en þar sem það nú er sannað, að þeir bæði hafa skírt
og útdeilt kvöldmáltíðarsakramenti, og að vitnisburði á-
byrgðarkapellánsins eru eins þráir eftir sem áður, vil ég
skjóta því til álita yðar hávelborinheita, hvort ekki
mundi ástæða til, að sýslumaðurinn leggi mál móti fyr-
greindum Mormóna fyrirliðum undir þær sektir, er
liggja við því, þegar aðrir administera sakramenti en
1) Réttarhaldið 6. ág. 1853.