Selskinna - 15.05.1948, Síða 84
82
Þorlaugargerði til Kaupmannahafnar, Samúel Bjarna-
son, Margrét Gísladóttir kona hans og Helga Jónsdóttir
vinnukona, öll til Kaupmannahafnar sem Mormónar.
Hvenær þau hafa farið hefi ég ekki fundið, en 24. sept.
(1854) skrifar sýslumaður bréf í amtið, þar sem hann
segir meðal annars: „Blandt de i Sommer udvandrede
Mormoner, var Samuel Bjarnason, som tog (4 Jord paa
Kirkjubær ... Da Jorder ere lætte at bortfæste tog jeg ikke
i Betænkning, at tillade fornævnte Samuel at fratræde
i Utide"1) o. s. frv. Sýslumanni hefir víst þótt vænna en
svo um brottför Mormónanna, að hann færi að halda
Samúel vegna jarðarskikans.
IX. Ný sókn. Mormónar fara.
Nú voru aðeins þrír Mormónar eftir í Vestmanna-
eyjum, Loftur, Magnús og Guðný gamla í ömpuhjalli.
Mátti því ætla, að nú væri þessi trúarflokkur að kulna
út.
En því fór fjarri. Að vísu er mjög fátt af bréfum og
slíkum skilríkjum um Mormónana til frá næstu árun-
um, en vér vitum þó, af frásögnum síra Brynjólfs, hæði
grein hans í Þjóðólfi og Mormónaskrá hans, að þeim
fór fjölgandi jafnt og þétt. Frá 1855 hefi ég ekki fundið
nema eitt bréf um Mormónana. Það er frá síra Brynj-
ólfi til Kohl sýslumanns, dags. 29. okt. 1855. Tilefnið
er það, „að við síðasta fólkstal, sem tekið var hér í sókn
1. okt. síðastliðinn, hvar þá einnig var, eftir fyrirlagi
hinnar íslenzku stjómardeildar, spurt um trúarbrögð
1) Copíubók sýsl.