Selskinna - 15.05.1948, Side 85
83
hverrar persónu, þá hefir Loftur Jónsson í Þorlaugargerði
játað, að auk hans sjálfs væru á hans heimili 2 Mormón-
ar, nfl. kona hans, Guðrún Hallsdóttir og stjúpsonur
hans Jón Jónsson; einnig hefir tómthúsmaður Magnús
Bjamason fullyrt, að kona hans, og vinnukona, Kristín
Magnúsdóttir, væm Mormónatrúar. Sömuleiðis hefir
vinnukona nokkur, Vigdís Bjömsdóttir í Fredensbolig
játað sig Mormónatrúar. Þannig hafa þá, síðan þeim
hérverandi Mormónapresti gullsmið Guðmundi Guð-
mundssyni var frá verslegri hálfu fyrirboðið að útbreiða
trú Mormóna, viðbætst 41) Mormónar, nfl. Jón Jóns-
son og Guðrún Halldóttir, móðir hans, í Þorlaugargerði,
Kristín Magnúsdóttir, Þuríður Magnúsdóttir (sem þó
hefir líklega fyr verið orðin Mormóni)2) og Vigdís
Bjömsdóttir. Hvenær eða af hverjum þessar persónur
séu skírðar Mormónaskím, [sem sjálfsagt verður að
vera, ef þeir eiga að geta kallast Mormónar,3) er mér ei
kunnugt, þó hlýtur það annaðhvort að vera Loftur eða
Magnús Bjamason eða báðir í sameiningu, og hafa þeir
því brotið þau hér gildandi kirkjulög“ o. s. frv. Segist
hann búast við að þeir muni og eftirleiðis halda upptekn-
um hætti í þessu efni og verði hann því að leita aðstoð-
ar sýslumanns.4)
Þeir Loftur og Magnús hafa því starfað áfram, og
einkum næst sér, á heimilum sínum. Síra Brynjólfur
segir líka í Þjóðólfsgreininni 1857: „Mest alt heimili
1) Svo í bréfinu sjálfu en „5“ í bréfabókinni.
2) Því sem er í () sleppt i bréfabókinni.
3) Frá [ sleppt í bréfabókinni.
4) Bréfið er í sýsluskjölum, og auk þess, en talsvert öðruvísi,
í bréfabók prestakallsins. Líklega að þar sé uppkast að bréfinu.