Selskinna - 15.05.1948, Side 88
86
leiðast til hlýðni“. Hvort sem það nú var fyrir „laganna
kraft“ eða ekki, þá fór skímin fram.
Á þessu ári, 1856, bættust 3 Mormónar við í hópinn1)
og vom þá 11 alls, 3 karlar og 8 konur. Þær, sem við
bættust, voru: Guðrún Jónsdóttir, stjúpmóðir Lofts og
tvær vinnukonur, Anna Guðlaugsdóttir, vinnukona hjá
Lofti og Karítas Jónsdóttir. Þessar þrjár mormónsku
vinnukonur, Vigdís sú, sem áður er nefnd og þessar
tvær voru nýlega komnar af landi.
Nú höfum vér ekki aðrar heimildir eftir að fara um
það, sem fram fór úr þessu, en tvær frásagnir síra Brynj-
ólfs. önnur frásögnin er grein sú í Þjóðólfi, sem áður
hefir verið vitnað í,2) en hitt er bréf til Ásmundar pró-
fasts Jónssonar í Odda, sem einnig hefir nefnt verið,
dagsett 11. sept. 1857. Var það bréf svo til komið, að
prófastur skrifaði síra Brynjólfi bréf, 2. sept. 1857 og
segir þar, að á síðustu synódus hafi komið til tals, hvort
Mormónum muni fækka eða fjölga í Vestmannaeyjum,
en hann hafi ekki getað svarað því með vissu, því að
hann hafi ekki enn vísitérað Vestmannaeyjakirkju3),
en hann haldi þó að Mormónskunni muni að mestu lok-
ið nú. Biður hann síra Brynjólf að gefa sér skýrslu um:
„Hve margir Mormónar h. u. b. hafa verið þar ár hvert
á seinastliðnum 3 árum, og hverir oddvitar“. Lætur svo
í ljósi undrun sína yfir því hve fáir altarisgestir hafi
verið í Vestmannaeyjum síðari árin, og lýsir því hug-
boði, að það standi í einhverju sambandi við Mormónsk-
!) Sbr. Mormónaskrá síra Brynjólfs 1857.
2) Þjóðólfur 29. ág. 1857, nr. 32—33 bls. 132—133, skrifað 21.
júlí 1857.
3) Hann vísitéraði þar ekki fyr en 11. júní 1860.