Selskinna - 15.05.1948, Qupperneq 89
87
una.1) Út af þessu gefur svo síra Brynjólfur skýrslu
þá, sem hér hefir alloft verið vitnað í, og verður það
ekki endurtekið.
Svo segir í Þjóðólfsgreininni:
„Það er eitt trúareinkenni Mormóna, að þeir hvergi
verði sælir nema í því eina landi (,,Útah“), er þeir kalla
hið fyrirheitna, þar sem þeir hafa byggt Zionsborg, er
þeir svo kalla, og því hljóta allir Mormónar að leita
þangað, hvað sem það kostar. Því hafa og Mormónar
farið héðan, og nú flestir í einu, og skal hér nefna þá:
Loftur Jónsson sáttasemjari, Guðrún Hallsdóttir, kona
hans, Jón Jónsson og Guðrún Jónsdóttir, stjúpbörn
Lofts, Anna Guðlaugsdóttir vinnukona, er fyrst kom
hingað nýlega austan úr Mýrdal til að komast í fylgd
með Lofti á fund Þórðar nokkurs Diðrikssonar2) úr
Landeyjum, er hér hafði orðið Mormóni og farið til
Vesturálfu, Vigdís Bjömsdóttir, nýlega komin hingað úr
Fljótshlíð, og þessutan Ingunn Larsdóttir, fermd fyrir
2 árum, uppeldisstúlka Lofts, en sem þó eigi var orðin
Mormónatrúar.3) Þessar persónur allar voru frá Þor-
laugargerði. Frá Magnúsar heimili fóm og allir, nfl.
Magnús Bjamason, Þuríður Magnúsdóttir, kona hans,
Kristín, þeirra dóttir, eins árs4) og Kristín Magnús-
1) Bréfabók Rangárvallapróf.
2) Hann var síðar einhver frægasti maður Mormóna frá Islandi
annar en Eiríkur frá Brúnum.
3) I bréfinu segir síra Brynjólfur um Ingunni, að hún „kvaðst
ekki vera Mormóni, þá hún fór héðan, en aðeins fylgjast
með sökum þess, að henni þætti fyrir að skiljast við fósturforeldra
sína“.
4) Barnið, sem Magnús vildi ekki láta skíra.