Selskinna - 15.05.1948, Page 90
88
dóttir vinnukona; frá ömpuhjalli Guðný ekkja Erasmus-
dóttir og frá Godthaab Karítas Jónsdóttir, vinnukona,
nýkomin hingað austan úr Meðallandi.
Þessir allir, 13 að tölu,1) fóru með skipi héðan til
Englands, til þess að komast til Vesturálfu. En svo er
haft eftir skipherranum, sem flutti þá þangað, að þeim
hafi heldur en ekki orðið annarshugar við, er þangað var
komið, því þá barst fregn vestan að, um ófrið meðal
sjálfra Mormóna, sem svo mikil brögð væri að, að þeir
(þessir heilögu) dræpu hver annan, og jafnvel væri
búið að stytta aldur sjálfum æðsta foringjanum, Brigham
Young.2) Var þeim þá flestum í mun að snúa aftur,
þó eigi yrði af því; tveir þeirra, Ingunn Larsdóttir og
Karítas Jónsdóttir slitu félaginu og fóru til Kaupmanna-
hafnar". —
Þegar fólk þetta kom til Englands hitti það þar Jó-
hann Jóhannsson þann, sem áður er nefndur, og sagt
var að farið hefði til Kaupmannahafnar. Var hann nú
staddur í Englandi með konu og 2 böm í mesta vesal-
dómi, og þóttist hann nú ætla að leiðbeina hópnum,
!) Þetta kemur heim við skrána um burtvikna 1857 í ministerial-
bókinni.
2) Ekki hefi ég getað fundið neitt um þessar hamfarir Mormóna
sín á milli 1857, og Brigham Young átti langt eftir ólifað. En Mor-
mónar sýnast hafa vaðið mjög uppi þetta ár (þá varð t. d. hið
magnaða Lee-hneyksli, er Mormónar strádrápu niður hóp inn-
flytjenda), og næsta ár, 1858, reisti Bandaríkjastjórn víggirtan her-
mannaskála (fort) við Saltvatnið, til þess að halda í hemilinn á
Mormónum. En fregnin hefir ekki verið neitt annað en grýla
á þá, sem Mormónahugur var í, þvi að það voru fleiri en Islend-
ingar, sem sveið sárt að sjá Mormóna fara með hópana frá gömlu
trúnni og gamla landinu.