Selskinna - 15.05.1948, Qupperneq 91
89
er að heiman kom, en ýmsum þótti sennilegra, að hann
mundi hafa setið fyrir hópnum til þess að fá hjá þeim
hjálp að komast vestur sjálfur. Hverfur svo fólk þetta
af sjónarsviðinu þama í Englandi í bráð, því að það var
ekki þaðan farið, þegar skipið, sem fregnimar bárust
með, fór þaðan aftur. En ekki er ósennilegt, sem síra
Brynjólfur getur til, að þær mormónsku grillur, sem
einstaka menn kunnu að hafa haft hér enn, hafi dofn-
að við þessar miður ánægjulegu fregnir af för Mor-
mónanna til fyrirheitna landsins.
Hér lýkur þá að segja frá þessu fyrsta herhlaupi Mor-
móna á Islandi. Sira Brynjólfur segir í fyrmefndu svari
sínu til prófasts um horfumar, eftir að hópurinn var far-
inn: „Nú sem stendur veit ég ekki til, að hér sé neinn
Mormóna trúar nema kona ein um sextugt, er býr hér
i einhýsi með sonardóttur sinni 13 ára gamalli. Hún
hefir, aðspurð af mér, játað, að Magnús og Loftur hafi
„narrað sig til að skírast“, og lét hún í ljósi, sem hún
hefði gjört það án nokkurrar sannfæringar, eins og líka
hefir eflaust átt sér stað með flesta af þessum Mormón-
um,1) en ei get ég haldið, að hún hafi nokkra viðleitni
á, að telja aðra á trú sína, með því, [en að snúa henni
til baka er ekki hugsandi, því það er svo langt frá,
að þessir Mormónar, og það ekki einu sinni þeir, sem
kallaðir hafa verið skynsamir menn, eins og t. d. Loftur,
taki nokkurri skynsamlegri sannfæringu, heldur standa
á villu sinni fastar en fótunum, og segja það allt ósann-
indi, sem sagt hefir verið þeim til áfellis, kalla vora trú
1) Þetta verður að teljast mjög vafasamt. Rekst líka strax á
sjálft sig, þegar hann fer að tala um gömlu konuna.