Selskinna - 15.05.1948, Page 92
90
villu og heiðni og annað því um líkt1) Hvort nokkr-
ir aðrir kunni að hafa nokkrar þvílíkar Mormónagrill-
ur, get ég ekki um sagt; en hafi þeir verið nokkrir, þá
munu síðustu fréttir frá Mormónunum hafa deyft slík-
ar hugsanir“.
Því næst fer prestur að tala um, hvað gjört hafi verið
til þess, af sér og öðrum að tálma Mormónskunni. Segir
hann að þeir hafi lengi vel haft það fyrir sið, Mormón-
amir, „að vera við messu, eftir að þeir sjálfir vom bún-
ir að safnast saman í Þorlaugargerði hjá Lofti; en þegar
þeir heyrðu eitt og annað, sem þeim þótti stefna að
sér, hurfu þeir alveg úr kirkjunni.. “. Sama var um
tilraunir og hótanir sýslumanns. Það hafði ekki „annað
upp á sig en það, að Mormónar hafa farið dular, en ei
að síður róið undir við þá, sem þeir fundu einhvern bil-
bug á“. Svo skýrir hann fyrir prófasti, hvernig standi
á fækkun altarisgesta. Það standi ekki í neinu sam-
bandi við Mormónana, en sé af því einu, að hann telji
þá eina altarisgesti, sem í raun og veru hafi verið til
altaris, en ekki alla á þeim aldri, sem rétt til þess hefðu,
eins og áður hafi verið gjört. Loks segir hann í niður-
laginu, að hann „leyfi“ sér „hér með, að senda yður brot
af Mormónariti einu, sem ég komst yfir, og ímynda mér
að yður þætti fýsilegt að sjá það, ef þér hafið ei séð það
áður“. Þetta rit hefir án efa verið á dönsku, því að bæði
þekkist nú ekki, mér vitanlega, neitt mormónarit á ís-
lenzku frá þessum fyrsta þætti mormónatrúboðsins, og
auk þess hefði vissulega verið vikið að því einhversstað-
ar. Eins og áður er getið um, segir Abel sýslumaður
1) frá [vantar í bréfabókinni.