Selskinna - 15.05.1948, Page 95
93
stílhrein rithönd. 3. Fríðleiki og glæsimennska í ytra
útliti. 4. Sjaldgæft afl og lipurð. 5. Mikil hneigð til
áfengra drykkja“. Og á sömu bls. bætir svo höfundur-
inn við: „En svo voru þau hjón (þ. e. sira Jón og
Þorkatla) drykkfelld, að talið er, að hóflaus áfengis-
neyzla hafi orðið þeim báðum að fjörtjóni“. En höf-
undurinn þykist þurfa að gjöra þessum hjónum betri
skil. í F. y. n. II, bls. 121, segir hann um frú Þor-
kötlu: „En það hafa menn fyrir satt, að ekki drykki
hún minna en bóndi hennar. Var því stundum sukk-
samt á heimilinu, er bæði hjónin sátu að sumbli. En
slíkar myndarmanneskjur voru þau bæði tvö, að jafnan
hélzt búskapur í horfi, og litlar misfellur urðu á embætt-
isrekstri prófasts, þrátt fyrir allar drykkjur“. Þessi síð-
ustu orð höfundarins vekja sterkan grun inn, að ofsög-
um sé sagt af drykkjuskap hjónanna, því að sjaldnast
mun saman fara drykkjuskapur húsbændanna og góður
búskapur, og ekki heldur ofdrykkja embættismanns og
góður embættisrekstur hans. Þá er enn eftir að minn-
ast á þriðja dóminn um drykkjuskap sira Jóns og konu
hans. Á bls. 64 í Frá y. n. II vitnar Gils í Prestasögur
Daða Níelssonar hins fróða, þar sem sira Jóni er lýst
svo, að hann hafi verið „vel gáfaður, snilldargóður
skrifari og að mörgu leyti nettmenni, hóglyndur og
stilltur vel, tryggur og góðlátur. Haldinn var hann af
sumum mönnum fjölkunnugur, en lítt iðkaði hann þó
slíkt, svo að vissar sögur færi frá því. Hann og kona
hans voru bæði drykkjugjörn um of, og meintu menn,
að það mundi hafa ollað honum heilsuspills.1) Líka stóð
1) Svo.