Selskinna - 15.05.1948, Page 98
96
arfirði. Það var vorið 1822. Övildarmennimir gátu líka
fagnað sigri. Þeim hafði tekizt að flæma hana burt
frá sér. En þetta var ekki nóg. 1 freka tólf tugi ára hafa
— með dæmafárri langrækni — verið geymdar í ön-
undarfirði ýmsar munnmælasögur um þessa konu, henni
til óvirðingar. Og nú, þá er hún hefir hvílt í gröf sinni
heila öld, og enginn samtíðarmanna hennar er uppi til
að bera henni meðvitni, þá eru þessar hviksögur færðar
í letur, og í samræmi við þær kveðinn upp yfir henni
dómur glannalega og óhræsilega.
En hvað hafði hún til saka unnið? Hún hefir þegar
fundið anda köldu þar vestra gegn þeim hjónum, og af
því að hún var óvön slíkum viðtökum, hefir hún ekki
tekið þeim með þögn og þolinmæði, ekki haft skap-
lyndi til að friðmælast við fjandmennina, heldur sagt
þeim hispurslaust til syndanna. Þetta hygg ég, að hafi
gjört hana óvinsæla í önundarfirði. Því að sönn reyn-
ast einatt orð skáldsins (B. J.), sem kvað fyrir h. u. b.
fimmtíu árum:
Segðu’, að ekkert sé að.
Það aflar þér vinsælda. Mundu það!
Gils segir (Frá y. n. II, bls. 72), að amma mín hafi
þótt „með afbrigðum drambsöm“ og „hofmóðug“. Hafði
hún verið sjö ár „þjónustupía“ hjá Benedikt yfirdóm-
ara Gröndal og frú hans, og miðaði alla hluti við ver-
una á yfirdómarasetrinu“. Gæsalöppuðu orðin: „hof-
móðug“ og „þjónustupía“, gizka ég á, að séu úr einni
og sömu verksmiðjunni, og eigi að vera ömmu minni
til hneisu og háðungar. Hún kom árið 1797, 17 ára
gömul, vistferlum að Bakka á Seltjarnarnesi til móður-