Selskinna - 15.05.1948, Side 99
97
systur sinnar, Þuríðar Gröndal. Benedikt Gröndal hafði
kvænzt Þuríði árið áður og bjó búi sínu „1 ár á Elliða-
vatni, 1 ár á Bakka á Seltjarnarnesi og flutti að Nesi
við Seltjöm 1798, og bjó þenna tima við þröng kjör“,
segir Sveinbjörn Egilsson, tengdasonur þeirra hjóna. Ár-
ið 1800 var Gröndal veitt yfirdómaraembættið, og fram
af því fór hann að eiga rýmra tun hendur, en auður
safnaðist honum aldrei. Á þeim sjö árum, sem amma
mín dvaldist á Seltjarnarnesi sem „þjónustupía“ eða
vinnukona, hefir hún því kynnzt bæði fátækt og vel-
gengni. Húsbændur hennar hafa reynzt henni sem
beztu foreldrar, og frá þeim giftist hún afa mínum 20.
júlí 1804 að Nesi við Seltjöm. Mér finnst ofur skiljan-
legt, að hún hafi oft minnzt þessa heimilis, er hún
þekkti bezt að siðprýði, hófsemi, þrifnaði, reglusemi og
ráðdeild, og að hún hafi viljað benda Önfirðingum á
Nesheimilið til fyrirmyndar, en þær bendingar virðast
hafa verið illa þegnar og eignaðar stærilæti.
Gils segir (Frá y. n. II, bls. 80): „Kristín prófastsfrú
þótti ákaflega mikillát og drambsöm. Var til þess tekið,
hve innilega hún hefði fyrirlitið ræflana í önundar-
firði, en svo nefndi hún sóknarbörnin, flest eða öll“.
Hefir nú dómaranum ekki láðst að sannprófa þetta?
Hvort hún hafi kallað sóknarbömin ræfla, flest eða öll,
og hvort þau hafi þá ekki átt það heiti skilið flest eða
öll. Hann segir sjálfur í Morgunblaðinu 14. marz þ.á.:1)
„Vemlegur hluti ritsins (,,Skútuöldin“) var reistur á
munnlegum frásögnum, sem ekki höfðu verið sann-
reyndar eins og skyldi". Hann hefir þá loksins rekið
1) Þ. e. 1943.
7