Selskinna - 15.05.1948, Page 102
100
bergi brotin til að vera skilin eftir hjá svo illa siðuðu
og óguðlegu fólki, sem önfirðingar væru! Ekkert varð
þó úr þeim framkvæmdum“. (Gils ætlaði að rita sann-
ar sögur. Ekkert varð þó úr þeim framkvæmdum!
Pennaglöp eða hvað?). 1 æsku minni heyrði ég tvær
móðursystur mínar, sína í hvort sinnið, segja frá burt-
för fjölskyldunnar úr Holti, og sögum þeirra bar sam-
an. Þær sögðu, að þegar móðir þeirra hafði búið úr
garði í Holti allan barnahópinn, 10 börn, hið elzta 16
ára, hið yngsta nýfætt, þá hefði hún látið í ljós þá ósk,
að hún gæti flutt með sér „beinin hans Páls“ síns. Þessi
orð: „beinin hans Páls“ festust mér glöggt í minni, en
ég man ekki til, að þær minntust neitt á önfirðinga í
því sambandi. Meðan þau hjónin bjuggu í Holti, höfðu
þau misst þrjú börn sín, og var eitt þeirra Páll þessi,
er andaðist sjö ára gamall, skömmu áður en hjónin flutt-
ust suður. Ummæli þau, er systurnar höfðu eftir móður
sinni, munu allir þeir, er þekkja móðurást, láta sér vel
skiljast. En bezt gæti ég trúað, að viðbótin — „þau séu
af of góðu bergi brotin“ o. s. frv. — sé ávöxtur óvild-
arinnar, — illkvittnislegar getsakir.
Sira Þorvaldur sleppur að mestu ómeiddur undan
penna dómarans. Gils gagnrýnir ofurlítið sálmakveð-
skap sira Þorvalds, einkum til að sýna, hve gott vit Gils
sjálfur hefir á þeirri ljóðagjörð. Hann segir svo frá (Frá
y. n. II, bls. 77): „Þótt skáldskapur Þorvalds Böðvars-
sonar hafi staðizt illa tímans tönn og sé nú ekki í há-
vegum hafður, verður því varla neitað, að í Þorvaldi
hefur verið skáldleg æð, og má stöku sinnum finna hjá
honum listræn tilþrif. En hroðvirknin hefur verið mikil
og afköstin fagnað sigri á kostnað gæðanna“.