Selskinna - 15.05.1948, Síða 103
101
Það er engin nýlunda, að sálmar úreldist og verði
að rýma fyrir nýjum sálmum. Biblíuþýðingar, biblíu-
skýringar og orðfæri breytist með tímanum. Nýir brag-
arhættir og ný sönglög ryðja sér til rúms. Og þó að
einhver heilskyggn „á listgildi bókmenntanna“, tæki
sig nú til að yrkja sálma, og þó að Gils fyndi hjá skáld-
inu „listræn tilþrif“, af því að það fylgdi forskrift hans,
þá er hætt við, að listamat Gils verði ekki í hávegum
haft árið 2045, og sálmar skáldsins látnir rýma fyrir
öðrum nýrri.
Ekki brestur Gils einurðina. Hann er svo ófeiminn
við að dæma um hroðvirknina í sálmakveðskap Þor-
valds Böðvarssonar, að ætla mætti, að Gils væri vand-
virknin sjálf, en nú er hann þó orðinn ber að hinu
gagnstæða (sbr. Skútuöldin).
Gils segir (Frá y. n. II, bls. 78): „Sálmar eins og
„Dýrð sé guði í hæstum hæðum“ og „Eitt á enda ár
vors lífs er runnið" hafa báðir orðið langlífir og munu
vera sungnir í kirkjum enn í dag“.1) Hvað vill nú ann-
ars sá maður vera að dæma um langlífi sálma, sem er
svo ókunnugur messugjörðum, að hann veit jafnvel ekki
með vissu, með hverja sálma íslenzkir söfnuðir fara á
jólum og áramótum? Þrjú vers af vorsálminum: „Ný
upp rann þín sumarsól“ virðast hafa fundið sérstaka
náð fyrir augliti dómarans. Hann hefir svo mikið við
þau, að haxm lætur prenta þau á bls. 78—79 í Frá yztu
nesjum II. En þau áttu ekkert erindi í þá bók og eru
í megnu ósamræmi við efni hennar og anda. — Þetta
lýsir smekkvísi sagnaritarans.
t) Leturbreyting mín. Þ. J.