Selskinna - 15.05.1948, Page 104
102
Sira Stefán Stephensen, prestur í Holti 1855—1884,
fer ekki varhluta af sleggjudómum sagnasafnarans. Gils
ritar um hann eins og hann hafi þekkt sira Stefán frá
blautu barnsbeini, tekur munnmælasögur um hann sem
óygggjandi sannindi og hallar á hann þar sem þess er
nokkur kostur.
Gils segir (Frá y. n. II, bls. 96—97): „Sóttist námið
heldur slælega. ... Séra Stefán varð stúdent frá Reykja-
víkurskóla 1851, en útskrifaðist úr prestaskólanum 1854
með annarri einkum lakari“.
Stefán lenti í „pereatinu“ 1850, og var hornrni þá
vikið úr skóla ásamt fleirum góðum mönnum. Sumir
þeirra hurfu algerlega frá skólanámi. Himnn, sem
áfram héldu, var á ýmsan hátt gjört örðugra fyrir.
Stefán varð að lesa utan skóla undir burtfararpróf. Því
næst sigldi hann til Kaupmannahafnar og var ritaður í
stúdentatölu við háskólann. Mun hann helzt hafa hugs-
að sér að stunda þar lögfræði, en hvarf frá því ráði
einkum vegna efnaskorts. Kom hann því aftur heim
árið eftir og gekk í prestaskólann. Eftir tveggja vetra
nám þar varð hann guðfræðikandidat árið 1854 —
tuttugu og fimm ára að aldri — þrátt fyrir tafir af
utanförinni og „pereatinu“. Ég get því ekki fallizt á,
að honum hafi sótzt námið tiltakanlega „slælega“, „þótt
þar væri ekki hárrri einkunn fyrir að fara“, eins og
Gils kemst að orði Frá y. n. II, (bls. 97—98). En þess
ber vel að gæta, að árin 1847—1897 — fyrstu 50 ár
prestaskólans — ná rúmlega þrír f jórðu hlutar kandidat-
anna hærri einkunn en (II 2) annarri lakari, en árin
1850—1854 — „pereatsárið“ og fjögur næstu árin —
náði ekki nema réttur helmingur kandidatanna hærri