Selskinna - 15.05.1948, Page 107
105
login, en segir hana hiklaust, eins og hún sé einskær
sannleikur.
Póstur frá Isafirði gistir hjá sira Stefáni og segir hon-
um meðal annars þau tíðindi, að þar nyrðra geisi sótt
og manndauði. Þá segir prestur: „Þeim líkar þá lífið
nöfnunum, öðrum að drepa, en hinum að grafa“.
(Læknirinn og presturinn á Isafirði voru alnafnar).
Um það leyti, sem ég var að Ijúka við þessa ritgerð,
hitti ég að máli einn fornvin minn og jafnaldra, gaml-
an önfirðing, merkan mann og réttorðan. Meðal ann-
ars barst í tal saga Gils um „hráu“ fyndnina sira Stefáns.
Maðurinn kannaðist undir eins við ummælin og upp-
runa þeirra. Hann kvað þau vera sprottin upp í heima-
högunum á Skutulsfjarðareyri, og þá þegar, er þau
komu á kreik, hefði þau verið eignuð einum kaupstaðar-
búanum, sem hann nafngreindi, en sira Stefán væri
vandlega saklaus af að vera höfundur þeirra. — Ég ef-
ast ekki um, að gamli önfirðingurinn fari hér með rétt
mál, en leyfi mér að ætla, að hitt sé uppgötvun(!) yngri
kynslóðar, ágizkun eða uppspuni Gils sagnasafnara og
hans nóta, að eigna sira Stefáni í Holti „hráu“ fyndnina
um lækninn og prestinn á Isafirði.
1 lýsingunum á sira Stefáni gætir æði mikillar ósam-
kvæmni. Á bls. 98 segir: „Gerðist hann brátt hinn mesti
stórbóndi og þótti frábærlega hagsýnn og framkvæmda-
samur“. En á bls. 106 fer Gils mjög háðulegum orðum
um eftirlit hans á afurðum búpenings, eins og þau eftir-
lit séu algerlega óþörf í búskapnum og einber smámuna-
semi. „Vegna þessara umsvifa allra,“ segir Gils enn-
fremur, „hlaut hin kirkjulega starfsemi að bera nokk-
uð skarðan hlut frá borði“. Og Gils sakar líka sira