Selskinna - 15.05.1948, Side 110
108
og sömdu bæði þeir og aðrir heldri bændur á Vestfjörð-
um sig mjög að háttum hans í ýmsu; stóð landbúnaður
á Vestfjörðum með meiri blóma um daga hans en um
langt skeið áður“. ... „Þótt sira Stefán væri meiri bóndi
en klerkur, mátti telja hann klerk sæmilegan, og embætti
sitt rækti hann samvizkusamlega alla hina löngu prest-
skapartíð sína“ (45 ár).... „Sira Stefán var mjög geð-
rikur maður og gat, er svo bar undir, verið lítill skap-
deildarmaður, en mjög var hann hreinskilinn og sagði
meiningu sína hispurslaust, hver sem í hlut átti; þéttur
var hann í lund og vildi ógjarnan láta hlut sinn fyrir
öðrum. Á heimili sínu var hann gjörhugull um allt
smátt og stórt, er að bústjórn og heimilisstjóm laut, og
vandaði röksamlega um við hjú sín og böm, er því var
að skipta, en hjúasæll var hann jafnan; lét hann sér
annt um hagi þeirra og hvatti þau til atorku og dugn-
aðar. Lengstum hafði hann 6—7 húskarla auk unglinga,
og með því að hann hafði hina beztu forsögn á öllum
búnaðarstörfum, lærðu ungir menn, sem eitthvert mann-
tak var í, þar góðan verkshátt og mönnuðust að öðm
leyti; hafa margir þeirra orðið duglegir og nýtir menn,
og hggur þeim mönnum vel orð til hins góða húsbónda
síns. Sira Stefán virti mikils táp og dugnað, hvar sem
hann fann það fyrir, en ónytjungsskap allan hataði hann
innilega, og áttu þeir, er því marki vom brenndir, oft
annað en vinakveðjum að mæta hjá honum. öll tilgerð
og hégómaskapur var honum hvimleiður. Hann var
frábitinn þvi að láta mikið á sér bera, og lítt stundaði
hann að eignast marga vini, en þeim, sem náðu vin-
áttu hans, var hann hollur vinur.
Vanalega var sira Stefán heldur þurr á manninn,