Selskinna - 15.05.1948, Qupperneq 114
112
Gils leikur oftar en einu sinni þá list, að gefa í skyn
með dylgjum og drýgindum (t. d. á bls. 80 og bls. 100:
í Frá y. n. II), að hann eigi í fórum sínum fleiri ófrægð-
arsögur um látna menn, en sleppi þeim „ýmissa hluta
vegna“, og læt ég ósagt, hvort hann gjörir það heldur
af því, að þær særa fegurðartilfinningu hans sjálfs, eða
af hlífð við ættingja hinna látnu. Aðra stundina varpar
hann svo frá sér öllum slíkum tepruskap og nærgætni,
rótar upp aumum og slettir frá sér í allar áttir.
I sumum söguköflunum segist honrnn vel frá og mann-
skemmdalítið, en of oft slær út í fyrir honum. Svo fer
honum, er hann endar sagnaþáttinn um „Mannskað-
ann mikla í önundarfirði 1812“, þá er sjö skipshafnir,
52 menn, nær því allir úr þeim firði, fórust sama dag-
inn. Sá þáttur er mjög fróðlegur og að mörgu leyti vel
ritaður, en honum lýkur með munnmælasögu, ljótum
og viðbjóðslegum samsetningi frá upphafi til enda.
Gils hefur söguna þannig: „Jón Guðmundsson hét
maður. Ilonum hafði hlotnast heldur leiðinlegt viður-
nefni . . .“. Gils færir þó þetta „leiðinlega11 viðurnefni
mannsins skilvíslega i letur og þar að auki viðurnefni
bróður hans og sonar hans. I Sýslumannaæfum III, bls.
478, er þessa Jóns getið, en þar er ekkert viðumefni
látið fylgja nafni hans. Eftir að Gils hefir tengt þetta
„leiðinlega" viðurnefni við skírnarnafnið, fræðir hann
lesendurna á því, að Jón var af einni hinni merkustu
og fjölmennustu ætt landsins, bróðir sira Guðmundar i
Reykjadal, föður sira Hjálmars á Hallormsstað. Segir
Gils svo nokkrar hneykslissögur af þeim bræðrum, sira
Guðmundi og Jóni.