Selskinna - 15.05.1948, Page 118
116
blessunarorð þulið yfir svaladrykk, sem honum var bor-
inn“.
Gils sagnasafnara má vera það kunnugt, að sýra,
blönduð með sjó, er ólyfjansdrykkur, og þarna er hann
borinn sárþyrstum, svöngum og göngumóðum föru-
manni. En samt er eins og Gils hlakki yfir áhrifum
drykkjarins og honum þyki Jón hljóta makleg málagjöld,
er hann hnígur niður eins og magnlaust flikki og er
þegar dauður. Væri sagan sönn, þá mætti með sanni
segja, að Jón Guðmundsson, þessi vesalings auðnuleys-
ingi, „sem var á flækingi um Vestfirði“, hafi hnigið
dauður fyrir heimsku, hjátrú og hefndargirni. Og það
er hvorki Gils né sveitungum hans til sóma að víðfrægja
slíka sögu.
Höfundum og skrásetjendum hviksagna vil ég að lok-
um benda á það, að látnir menn eru alls eigi réttlausir
fyrir dómstóli þeirra, og að allur þorri Islendinga mun
enn sem fyrr telja það ódrengskap að níðast á þeim, sem
fallnir eru í valixm.