Selskinna - 15.05.1948, Page 121
119
I þessari ferð kom hann að Sílalæk og baðst gistingar,
sem hann fékk tregðulaust. Þegar Símon var búinn að
hafa sokkaskipti og að borða, vék gamall heimilismaður
að honum og fór að spjalla við hann. Þeir sögðu hvor
öðrum ágrip af æfisögu sinni. Að lokum sagði karl, að
gaman væri nú að fá eina vísu hjá honum. Eftir litla
stund kom vísan:
Kristján Steinsson stöku fær,
stóð sig fyrr á árum;
áttræður er orðinn nær
undir silfurhárum.
Mina vil ég Margréti,
mjúka tun dag og nóttu,
karlinum gefa Kristjáni,
en kæra fá hans dóttur.
Svo fór Símon að tala við hjónin (sem voru foreldrar
mínir) og spyxja að ætt þeirra og uppruna. Að því búnu
kvað hann: •
Jónas hygginn gulls með grund,
greiða- og heiðursmaður,
lækinn byggir Sílasund,
sínum tryggur alla stund.
Son Guðmundar herrans hjörð
hýsti vel og lengi.
Er hans lund til æru gjörð,
aldrei pund sitt gróf í jörð.
Arfa ríkur, auðnusnar,
á sér þrjá með brúði,
klæddur flikum friðsemdar,
fjórar lika dætumar.