Selskinna - 15.05.1948, Page 126
124
Næsti bær við Kjallaksstaði er Amarbæli. Konan þar
var frú Oddný Smith, fríðleikskona, en ekki voru vinnu-
konumar þar Símoni geðþekkar, því hann kvað:
Amarbælis-bryðjumar
bliðu engum lána;
af ber konan öllum þar
eins og sólin mána.
Þá hefi ég nú fylgt honum á sveitarenda. Vissi ég
svo ekki meira um ferðir hans í það sinn.
Ég hygg, að Símon hafi aldrei meint alvarlegt með
framkomu sinni við kvenfólk, enda held ég að það hafi
yfirleitt skilið hann þannig.
Símon hafði ætíð bækur sínar til að selja á þessum
ferðum sínum. Það var gleðiefni fyrir okkur systur, því
stjúpi minn keypti ávallt af honum bækur og gaf okk-
ur. Ég man eftir Smámunum, Braga og Freyju. Við
lærðum mikið í þeim og var það heil náma fyrir okkur,
þegar við vomm að kveðast á og skanderast í rökkr-
unum. Símon kom tvisvar að Stómtungu þau sex ár,
sem við vomm þar. f hvomgt sinni var hann eins kátur
og á Harastöðum. Þó var hann glaður við að sjá Stínu
þar aftur. Þá var Margrét komin inn í líf hans. Orti
hann þá þessa vísu í gamni til Stínu:
Seztu hjá mér björt á brá,
blómleg Gnáin veiga;
ekki sjá það Margrét má,
mig sem náir eiga.
f seinna sinni sem Símon kom að Stómtungu, sem
mun hafa verið 1879, hafði hann meðferðis Rímur af
Gunnlaugi ormstungu og Rímur af Herði Hólmverja-