Selskinna - 15.05.1948, Síða 127
125
kappa. Þá keypti stjúpi minn ekkert af honum. Ég fékk
að lesa í Gunnlaugs rímum á meðan hann stóð við. Ég
get ekki lýst því, hvað ég sá eftir að sleppa þeim, þó
ég léti ekki á því bera. Það var í fyrsta sinni, sem ég
man eftir, að ég fyndi sárt til að vanta aura. Svo hittist
á, að um tíma hafði verið Benedikt Gabríel hómopati
að segja okkur systrunum til í dönsku og fleiru. Hann
átti heima á Ormsstöðum, ekki langt frá Stórutungu.
Hann fór með Símoni heim til sín, og talaðist svo til,
að hann gisti þar næstu nótt, þvi Benedikt var skýr og
glaðlyndur og langaði til að spjalla við hann heima hjá
sér. Þegar hann kom aftur, gaf hann mér hvorutveggja
rímurnar; kvaðst hafa getið sér til, að mér hefði þótt
fyrir að missa af þeim. Ég held, að þetta hafi verið
góðverk, eða það fannst mér.
Eftir þetta sá ég ekki Símon í átján ár. Þá frétti ég
til hans á næsta bæ. Gerði ég honum orð, að koma við
þar sem ég þá bjó, og helzt gista, sem hann og gerði.
Mikið var hann þá orðinn breyttur að öllu leyti. Hann
var þá orðinn talsvert feitur, og kátinan horfin að mestu.
Samt var gaman að spjalla við hann, því hann virtist
hafa býsna traust minni. Hann hafði ýmislegt að segja
frá ferðum sínum. Mig undraði, hvað hann mundi nöfn
á bæjum og fólki, þar sem hann hafði ferðazt um ókunn-
ugur fyrir mörgum árum, eins og t. d. um Axarfjörð.
Ég var þar nokkuð kunnug, því ég hafði verið eitt ár á
Skinnastöðum, þegar Þorleifur bróðir minn var prestur
þar. Haim fór rétt með allt, sem hann minntist á, eftir
því sem ég þekkti til. Sagðist hann þá vera að semja
skáldsögu, sem hann hefir máske aldrei lokið við“.
Þannig lýkur hin ágæta kona þessum endurminning-