Selskinna - 15.05.1948, Page 130
128
Leiðréttingar við Sagnakver.
Þessar misfellur á Sagnakveri mínu eru eigendur þess
beðnir að lagfæra:
Á bls. 57 er Sigríður Ásmundsdóttir sögð hafa verið
gift Gísla Ólafssyni áður en sira Engilbert Jónsson átti
hana. Þetta er alveg öfugt, því að Gísli var síðari mað-
ur hennar.
1 vísunni á bls. 58 hefir fallið úr í prentun fimmta
lína. Þar á að standa: „komdu og berst við mig, þá skal
ég rota þig“. En ekki hafa allir þessa vísu á einn veg.
Vísan neðst á bls. 74 er eftir Jón Ólafsson og kveðin
1897.
Á bls. 82 á að standa: „8) María Katrín, giftist Páli
syni Hans Becks“ o. s. frv. 1 vísunni neðst á sömu síðu
er misprentað smíði fyrir sníSi.
Á bls. 84 er vísa ranglega eignuð Baldvin Halldórs-
syni og önnur á bls. 116 er ranglega eignuð Guðrúnu
Pálsdóttur.
Vísan á bls. 108 er í BragfrœSi sira Helga Sigurðsson-
ar, bls. 70, eignuð Ólafi Björnssyni á Munaðarhóli. Gæti
það vel verið rétt, Ólafur Pétursson haft hana yfir og
þeir, er á heyrðu, ætlað hann höfundinn.
Upphaf fyrstu vísu á bls. 137 hafa sumir þannig:
„Hér ég skal til skemmtunar“, og er sennilegt, að svo sé
réttara. Símon mun sjaldan, eða máske aldrei, hafa látið
málsgrein taka yfir meira en eina vísu.
Prentvillu á bls. 175 munu flestir lesendur leiðrétta
hjálparlaust, svo bersýnilegt er, að þar á að standa
„Húðar-Bleikur hné að mold“, rímað á móti „fold“.
Sn. J.