Selskinna - 15.05.1948, Qupperneq 131
129
Endurminningar.
Eftir Magnús Einarsson.
Formáli. — Það er að vísu óumflýjanlegt, að þegar gamlir
menn fara að skrifa endurminningar sínar, þá verður sá fróðleik-
ur harla ótraustur, og þó sérstaklega ef þeir leita einskis stuðn-
ings í rituðum heimildum, heldur treysta eingöngu á minnið.
En svo mun Magnús Einarsson hafa gert er hann leit um öxl og
ritaði minningar þær, er hér fara á eftir. Þær birtust fyrst í Lög-
bergi 29. maí 1930. Af tilviljun barst mér það blað í hendur
litlu siðar, og virtist mér þegar, að þrátt fyrir margt misminni
og missagnir, þá ættu endurminningar gamla mannsins það skilið,
að geymast annars staðar en í blaðinu, og þá helzt leiðréttar og
lagfærðar. Bar ég þetta undir nokkra fróða menn, sem kunnugir
voru í sunnanverðri Borgarfjarðarsýslu, og sýndist öllum eitt tnn
þetta atriði. Af þessu leiddi það, að tveir fróðleiksmenn borg-
firzkir, báðir eldri og minnugri en ég, gerðu allmiklar athuga-
semdir við frásögn Magnúsar. Meginhluti þeirra lagfæringa og
viðauka er nú prentað hér aftan við endurminningar hans, og
þó er hitt lika all-mikið, sem ég hefi notað á þann hátt, að lag-
færa þegjandi og hljóðlaust í sjálfum textanum, einkum nöfn ó
fólki, þegar höfundinn hafði misminnt um það. Sú aðferð virt-
ist hagkvæmari þegar eigi var um viðauka að ræða.
Ef vel hefði átt að vera, þurfti að auka mjög og fylla frásögn
Magnúsar um Skilmannahrepp og Akranes, en ekki gætti ég þess
í tíma, að leita aðstoðar fróðra manna til þess. Það er Strandar-
hreppur og Leirársveit, sem hér hafa verið gerð bezt skil.
Ekki efa ég það, að höfundur endurminninganna hafi verið
merkur maður og vandaður, og af merku fólki var hann kominn.
1 flestum tilfellum mun hann og segja rétt frá því fólki, er hann
minnist á. Um einn mann gefur þó frásögn hans svo ranga hug-
mynd að furðu gegnir. Sá maður er Jóhann Torfason (d. 1911).
Jóhann þekkti ég frá því að ég man fyrst eftir mér og til þess
er hann lézt, en þó var ég nær hálfþritugu. Það gekk alveg
fram af mér að lesa lýsingu Magnúsar á honum, og svipað hefir
það verið um alla þá menn, er ég hefi spurt um þetta efni. Ég
veit að sjálfsögðu enga skýringu á því, að Magnús skuli fella svo
ósanngjarnan dóm yfir Jóhanni sem hann gerir, en hægt er að
9