Selskinna - 15.05.1948, Qupperneq 132
130
láta sér detta það í hug, að einhver árekstur hafi einhvemtíma orð-
ið á milli þeirra og sögumaður siðan aldrei séð Jóhann í réttu
ljósi. Það þarf alls eigi að vera að hann hafi viljaS dæma hann
rangt.
Jóhann Torfason var alla æfi vel metinn maður, eins og
meðal annars kom fram í því, að hvar sem hann var, þá var
hann valinn i trúnaðarstöður. Hann var djarfur maður, einarður
og skörulegur, og það ætla ég að ógjarna hafi hann látið sinn hlut
ef til átaka kom. Hann var harðger og kappsmaður. Þótti hann
því sumum vinnuharður, eins og ávallt er um atorkumenn. Vera
má að nokkuð hafi verið hæft í því, en hitt ætla ég óyggjandi,
að harðastur hafi hann verið við sjálfan sig, og hjúasæll var hann,
hvað sem um vinnuhörkuna var, enda virtist mér sem hann mundi
bera föðurlega umhyggju fyrir hjúum sínum, og þakklátur var
hann fyrir það, sem þeim var vel gert. Meðal þeirra manna, sem
tiðir gestir voru á heimili foreldra minna í uppvexti mínum, er
hann mér einn hinna hugstæðustu, og sá hlýi hugur, sem hann
vakti i brjósti mínu á bernskuárunum, er enn hinn sami. Hann
þótti ávallt góður gestur og hann kom sífellt með einhverja hress-
andi heiðríkju. Hvað er nú líkast því að vera satt um þann mann,
sem þannig orkar á barnshugann?
Sjélfsagt hefir Jóhann Torfason verið sparnaðarmaður; ég þekkti
þá engan bónda, er eigi væri það. En aldrei hafði ég heyrt
minnst á nízku hans er ég las endurminningar Magnúsar. Ekki
veit ég heldur neinn hafa gert það síðan.
Um mannkosti Guðlaugar, frændkonu og eiginkonu Jóhanns,
hafa vist allir talað á eina lund.
Sn. J.
Eftir tilmælum ritstjóra Lögbergs ræðst ég í að skrifa
fáeinar línur um Borgarfjarðarhérað, eða öllu heldur
bændur þá, er bjuggu sunnan Hafnarfjalla, þ. e. Skarðs-
heiðar, í ungdæmi mínu fyrir 60—70 árum síðan. En
þar sem ég er nú nær því áttræður, má nærri geta,
hvernig það muni verða af hendi leyst. En ég bið engrar
afsökunar.