Selskinna - 15.05.1948, Qupperneq 133
131
Þeir, sem kunnugir eru sögu Islands, vita það, að til
er saga af nálega hverju einasta héraði landsins, nema
Borgarfjarðar. Egils saga getur þess, að Skallagrímur
hafi numið land suður til Hafnarfjalla, þ. e. Andarkíl og
Bæjarsveit. Landnáma fer það fljótt yfir sögu; getur
einungis um Grunnafjörð; sá fjörður skerst út úr Borgar-
firði til landnorðurs milli Hafnarfjalla og Ákrafjalls. I
mynni hans er þröngur ós, þar sem sjórinn rennur inn
og út; um flóðið er hann hverju hafskipi fær inn í fjarð-
arbotn, en um fjöru þornar hann með öllu, og var hann
þá alfaravegur Borgfirðinga, að og frá Akranesi. „Ég
verð að bíða eftir fjöru,“ sögðu þeir oft. Innarlega í þess-
um firði er stór pollur; mér var sagt hann væri djúpur.
Við poll þennan er stór klettur, sem sagt var að í hefði
verið koparhringur; klettur þessi var kallaður Akkeris-
steinn. Á þessum polli átti að hafa verið skipalega.
Landnáma getur ekkert um þetta, ekki heldur um land-
nám á Akranesi.1) En í Noregskonunga sögum getur
þess á einum stað, að Finnur hinn auðgi Halldórsson á
Miðfelli hafi legið við ögvaldsnes í Noregi, ferðbúinn
til Islands. Sigurður Lynge á Akranesi, gáfu- og fróð-
leiksmaður, sagði eitt sinn mér áheyrandi, að hann
hefði einhvers staðar rekist á titilblað, sem á hefði staðið
Borgfirðinga saga hin mikla. Hann hugði, að til hefði
verið aðeins eitt handrit af sögunni, og mundi Árni
Magnússon hafa náð því, flutt það til Hafnar og það svo
farið þar í eldinn. Flateyjarbók er einnig fáorð um þetta
hérað. Getur samt þess, að kaupstefna hafi verið í Hval-
firði á 13. og 14. öld, og að biskupar landsins hafi stund-
um tekið sér þar far til útlanda. — Sagnir gamalla manna
í mínu ungdæmi mundu ýms örnefni og jafnvel stóra